Fréttir


Skýrsla CEIOPS um undirbúning fjármálaeftirlita EES vegna Solvency II

22.9.2010

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) hefur gefið út skýrslu um undirbúning fjármálaeftirlita vegna innleiðingar á tilskipun 2009/138 um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II). Skýrslan byggir á spurningalista sem sendur var fjármálaeftirlitum á EES á fyrri hluta ársins 2010. Markmiðið með athuguninni var að fá yfirsýn yfir stöðu undirbúnings og sjá á hvaða sviðum helst þyrfti að grípa til aðgerða til að tryggja þá samræmingu eftirlits sem stefnt er að með tilskipuninni. Skýrslan á að lýsa núverandi stöðu en er ekki ætluð til samanburðar á stöðu einstakra eftirlita.

Meginniðurstöður skýrslunnar eru:

• Innleiðing er vel á veg komin í öllum fjármálaeftirlitum. Það er þó misjafnt á milli fjármálaeftirlita enda er um nýtt og ögrandi ferli að ræða á sviði vátryggingaeftirlits.
• Aukinn gangur er í undirbúningnum, sem felur í sér að breytingar hafa orðið á hugarfari og samsetningu starfsfólks. Starfsfólki hefur verið fjölgað og í sumum tilvikum hafa fjármálaeftirlit tekið upp nýtt skipulag vegna Solvency II.
• Mikilvægi þess að CEIOPS leiki stórt hlutverk er undirstrikað, t.d. vegna þjálfunar starfsfólks og samræmingar vinnubragða í eftirliti.
• Að lokum má geta þess að skýrslan gaf þá mynd að enn er margt óunnið til að koma aðferðum, heimildum og ferlum í eftirliti í það horf sem krafist er í Solvency II

Skýrsluna má nálgast hér: https://meetcpi.nl/downloads/CEIOPS-Report-Preparedness-SII-20100708.pdf
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica