Fréttir


Hæstiréttur dæmir í máli EA fjárfestingarfélags gegn Fjármálaeftirlitinu

18.5.2012

Hæstiréttur staðfesti hinn 16. maí sl. þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um 15 milljón króna stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag, áður MP banka hf., vegna brots félagsins gegn ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum.
 
Hæstiréttur breytti hins vegar niðurstöðu dóm héraðsdóms um málskostnað og dæmdi að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti félli niður.

Hæstiréttur var skipaður fimm dómurum en einn þeirra skilaði sératkvæði og taldi rétt að lækka upphaflega stjórnvaldssekt um helming og gera EA fjárfestingarfélagi að greiða málskostnað á báðum dómstigum.

Dóm Hæstaréttar má lesa hér

Eldri frétt Fjármálaeftirlitsins um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sjálfan dóminn má sjá hér

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica