Fréttir


Kortaþjónustan fær starfsleyfi sem greiðslustofnun

15.5.2012

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kortaþjónustunni hf. kt. 430602-3650, Skipholti 50b, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu.

Starfsleyfi Kortaþjónustunnar hf. tekur til:

3. Framkvæmdar greiðslna, þ.m.t. millifærslur fjármuna á og af greiðslureikningi hjá greiðsluþjónustuveitanda notanda eða hjá öðrum greiðsluþjónustuveitanda:

a.    framkvæmdar beingreiðslna þ.m.t. einstakra beingreiðslna,

b.    framkvæmdar greiðslna með greiðslukorti eða sambærilegum búnaði,

c.    framkvæmdar eignfærslna, þ.m.t. boðgreiðslna.

4. Framkvæmdar greiðslna ef fjármunir eru tryggðir með lánalínu fyrir notanda greiðsluþjónustu:

a.    framkvæmdar beingreiðslna, þ.m.t. einstakra greiðslna,

b.    framkvæmdar greiðslna með greiðslukorti eða sambærilegum búnaði,

c.    framkvæmdar eignfærslna, þ.m.t. boðgreiðslna.

5. Útgáfu greiðslumiðla og/eða færsluhirðingu.

7. Framkvæmdar greiðslna þegar samþykki greiðanda fyrir framkvæmd greiðslu er veitt fyrir tilstilli hvers kyns fjarskipta, stafrænna tækja eða upplýsingatæknitækja og viðtakandi greiðslu er rekstraraðili fjarskiptafyrirtækisins, upplýsingatæknikerfisins eða netkerfisins sem er aðeins í hlutverki milliliðar milli notanda greiðsluþjónustu og afhendingaraðila á vörum og þjónustu.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica