Fréttir


Tilkynning um endurútgefið starfsleyfi Íslenskra verðbréfa hf.

12.12.2019

Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, hafa afsalað sér heimildum félagsins til:

  • sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga, sbr. f-lið 1. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,
  • veitingar lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með einn eða fleiri fjármálagerninga ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin, sbr. b-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki, og
  • þjónustu í tengslum við sölutryggingu, sbr. d-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið hefur fallist á framangreint afsal og endurútgefið starfsleyfi félagsins.

Hér má finna upplýsingar um núverandi starfsheimildir félagsins.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica