Fréttir


Umræðuskjal IOSCO í tilefni af fyrirhugaðri útgáfu á skýrslu um hagsmunaárekstra og hlítingaráhættu

20.12.2019

Alþjóðasamtök verðbréfaeftirlita, IOSCO, hafa birt umræðuskjal vegna fyrirhugaðrar útgáfu á skýrslu um hagsmunaárekstra og hlítingaráhættu sem fylgir fjármögnun með útgáfu skuldabréfa með aðkomu milligönguaðila, s.s. verðbréfafyrirtækja. IOSCO býður aðilum að senda umsagnir um efni skjalsins til og með 16. febrúar 2020.

Í umræðuskjalinu er að finna drög að leiðbeiningum IOSCO. Leiðbeiningarnar miða að því að háar gæðakröfur séu gerðar þegar tekist er á við hættu á hagsmunaárekstrum þegar fjármögnun fer fram með útgáfu skuldabréfa, enda byggi heilindi skuldabréfamarkaðarins að miklu leyti á góðum viðskiptaháttum. Fjallað er um mismunandi hlutverk milligönguaðila í fjármögnunarferli af þessum toga og skyldu þeirra til að takast á við mögulega og raunverulega hagsmunaárekstra og tengda hlítingaráhættu í slíkum viðskiptum. Vanræksla á slíkum skyldum geti m.a. haft áhrif á fjárfestavernd og stefnt gagnsæi, sanngirni og heilindum markaða í hættu.

IOSCO hefur áður gefið út skýrslu um hagsmunaárekstra og tengda hlítingaráhættu við fjármögnun með útgáfu hlutabréfa og svipuðum gerningum í september 2018.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica