Fréttir


Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

20.12.2019

Undanfarið hefur hægt mjög á uppbyggingu sveiflutengdrar kerfisáhættu. Þó eru ekki merki um að sveiflutengd kerfisáhætta hafi dvínað. Með vísan til tilmæla fjármálastöðugleikaráðs frá 17. desember 2019 tilkynnti Fjármálaeftirlitið í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka.

Meginmarkmið aukans er að stuðla að því að fjármálafyrirtæki hafi nægan viðnámsþrótt til að mæta tapi á tímum óstöðugleika í fjármálakerfinu sem stafar af óhóflegri skuldsetningu og uppsöfnun sveiflutengdrar kerfisáhættu. Með því er fjármálafyrirtækjum veitt svigrúm til að takast á við útlánatap, án þess að draga um of úr framboði lánsfjár. Afléttingu sveiflujöfnunarauka er ekki ætlað að mæta hagsveiflum sérstaklega, heldur fjármálalegum niðursveiflum sem kunna að fara saman við samdrátt í hagkerfinu. Því á ekki að lækka hann í efnahagslægð ef sveiflutengd kerfisáhætta raungerist ekki eða hún dvínar ekki samhliða.

Hér má finna nánari upplýsingar um eiginfjárauka.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica