Starfsleyfi
Eitt af meginverkefnum Fjármálaeftirlitsins er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði.
Um starfsleyfisumsóknir fer samkvæmt þeim lögum sem um starfsemina gilda:
- Um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki og rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt II. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
Um félög og einstaklinga sem dreifa vátryggingum samkvæmt lögum nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga.
- Um vátryggingafélög samkvæmt lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
- Um kauphallir samkvæmt lögum nr. 110/2007, um kauphallir.
- Um lífeyrissjóði samkvæmt lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
- Um innheimtuaðila samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.
- Um greiðslustofnanir samkvæmt lögum nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu.
- Um rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögum nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris.
Um rekstraraðila sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Um verðbréfamiðstöðvar samkvæmt lögum nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu.
Þá er ákveðin starfsemi skráningarskyld, svo sem:
- starfsemi gjaldeyrisskiptastöðva og þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja samkvæmt lögum nr. 140/2018, m aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- starfsemi lánveitenda og lánamiðlara samkvæmt lögum nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda.
starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðun samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða