Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: september 2018

Fyrirsagnalisti

28.9.2018 : Niðurstaða athugunar á upplýsingakerfi Borgunar hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum varðandi rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni hjá Borgun hf. í maí 2018. Meginmarkmið athugunarinnar var að leggja mat á viðbragðsáætlun félagsins og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áframhaldandi starfsemi og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi fyrirtækisins, sbr. 2. mgr. 78 gr. g laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Athugunin beindist jafnframt að því að kanna hvort að félagið starfaði í samræmi við leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014, um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Í því skyni var farið yfir verklagsreglur, vinnulýsingar, viðbúnaðaráætlanir, fundargerðir stjórnar félagsins og fleiri gögn.

Lesa meira

19.9.2018 : Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá ofangreindum bönkum. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 672/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti en þar er fjallað um samskipti fjármálafyrirtækja við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana. 

Lesa meira

14.9.2018 : Niðurstaða athugunar á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði fyrr á árinu, en Íbúðalánasjóður sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 11. gr. d. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. 

Lesa meira

7.9.2018 : Niðurstaða athugunar á tilteknum þáttum í áhættustýringu Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilteknum þáttum áhættustýringar hjá Íbúðalánasjóði fyrr á árinu, en Íbúðalánasjóður sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 11. gr. d. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. 

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica