Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

27.2.2013 : Athugun á hvort líftryggingafélög uppfylla upplýsingaskyldu sína skv. 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi nýlega úttekt á því hvernig líftryggingafélög veita viðskiptamönnum sínum þær upplýsingar sem kveðið er á um í 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Í ákvæðinu er talið upp með ítarlegum hætti hvaða upplýsingar beri að veita áður en líftryggingasamningur er gerður og á meðan samningssamband varir.  Þær kröfur eru gerðar að upplýsingarnar séu veittar skriflega og á skýran og skiljanlegan máta.

Lesa meira

25.2.2013 : Niðurstaða athugunar vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt skoðun á utanumhaldi Arion banka hf. um útgáfu sértryggðra skuldabréfa í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.   Lesa meira

4.2.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 4. nóvember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem Fjármálaeftirlitið taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica