Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

29.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Arion banka hf. í tengslum við B. M. Vallá hf.

Með bréfi, dags. 23. ágúst sl., barst Fjármálaeftirlitinu (FME) ábending vegna starfshátta Nýja Kaupþings banka hf. (Nú Arion banki hf.) í tengslum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B. M. Vallár hf. Ábendingin var útfærð nánar í bréfi, dags. 5. september sl.

FME tók ábendinguna til athugunar í samræmi við verklagsreglur eftirlitsins þar að lútandi.

Lesa meira

26.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Lýsingar hf.

Fjármálaeftirlitinu barst ábending frá viðskiptavini Lýsingar hf. um að sér hefði verið neitað um svör við tilteknum fyrirspurnum er lutu m.a. að endurútreikningi erlends láns er viðskiptavinurinn hafði tekið hjá félaginu og geymslureikningi sem félagið hafði stofnað vegna hugsanlegrar ofgreiðslu lánsins.

Lesa meira

21.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf.

Undanfarna mánuði hefur Fjármálaeftirlitið gert úttekt á starfsháttum Dróma. Ástæður úttektarinnar má m.a. rekja til mikillar opinberrar umræðu um starfshætti félagsins svo og ábendinga sem Fjármálaeftirlitinu höfðu borist. Lesa meira

15.11.2012 : Niðurstöður athugunar á framkvæmd lokaðs útboðs á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. hjá Straumi fjárfestingabanka hf. og Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið gerði athugun á framkvæmd lokaðs útboðs á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. sem fram fór dagana 23. til 25. október 2012, á grundvelli laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Tekið skal fram að athugunin beindist eingöngu að framkvæmd hins lokaða útboðs. Almennt (opið) útboð á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. fór fram dagana 30. október til 2. nóvember 2012. Lesa meira

13.11.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. með heimsókn og gagnaöflun þann 30. mars 2012 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 66. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

9.11.2012 : Niðurstöður athugunar á verklagi Arion banka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Eins og fram kom í gagnsæistilkynningu sem birtist á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins þann 12. júlí 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið  athugun er varðaði flokkun viðskiptavina og verklag Arion banka hf. því tengt, í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerð 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Lesa meira

6.11.2012 : Niðurstöður vettvangsathugunar á útlánasafni Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi skoðun á útlánasafni Arion banka hf. í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Skoðunin beindist að virðismati lána á öðrum ársfjórðungi ársins 2011. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica