Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: september 2017

Fyrirsagnalisti

29.9.2017 : Niðurstaða athugunar á útlánum Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða, sbr. 8. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða í október 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna verklag og fylgni Íbúðalánasjóðs við útlán sjóðsins til tiltekinna almennra leigufélaga, sbr. 8. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, sbr. einnig reglugerð nr. 1042/2013 um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Lesa meira

28.9.2017 : Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða hvort innheimta bankanna væri í samræmi við góða innheimtuhætti samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008 og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 37/2009, með síðari breytingum. Athugunin beindist að fyrstu fimm innheimtumálum sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hverjum banka fyrir sig. Verkferlar bankanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júlí 2017.

Lesa meira

21.9.2017 : Samkomulag um sátt vegna brots GAMMA Capital Management hf. á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. og 43. gr. laga nr. 128/2011

Hinn 25. júlí 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf., hér eftir nefndur málsaðili með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. og 43. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Landsbankanum hf. í janúar 2017. 

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Íslandsbanka hf. (Ergo).

 Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Íslandsbanka hf. (Ergo) í janúar 2017. 

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Arion banka hf. í janúar 2017. 

Lesa meira

8.9.2017 : Niðurstaða athugunar á markaðsefni Íslandssjóða hf.

Fjármálaeftirlitið tók upplýsingagjöf og framsetningu Íslandssjóða hf. á markaðsefni um fjárfestingarsjóðinn IS Óverðtryggður sjóður til athugunar. Athugunin beindist að því hvort auglýsing félagsins um ávöxtun sjóðsins, sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, þann 18. janúar 2017, væri í samræmi við 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

8.9.2017 : Niðurstaða athugunar á markaðsefni GAMMA hf.

Fjármálaeftirlitið tók upplýsingagjöf og framsetningu Gamma Capital Management hf. (GAMMA) á markaðsefni um fjárfestingarsjóðinn Total Return Fund til athugunar. Athugunin beindist að því hvort auglýsing félagsins um ávöxtun sjóðsins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. janúar 2017, væri í samræmi við 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

8.9.2017 : Samkomulag um sátt vegna brots Kviku banka hf. á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 6. júlí 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og Kvika banki hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica