Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: ágúst 2018

Fyrirsagnalisti

31.8.2018 : Samkomulag um sátt vegna brots Vátryggingafélags Íslands hf. á 1. mgr. 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 30. maí 2018 gerðu Fjármálaeftirlitið og Vátryggingafélag Íslands hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

21.8.2018 : Niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum Tryggingar og ráðgjafar ehf. í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum NOVIS Insurance Company Inc.

Fjármálaeftirlitið hóf þann 5. júní sl. í kjölfar þriggja ábendinga frá neytendum, athugun á viðskiptaháttum Tryggingar og ráðgjafar ehf. í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum NOVIS Insurance Company Inc. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort kynning, markaðssetning og upplýsingagjöf til neytenda væri í samræmi við lög nr. 32/2005, um miðlun vátrygginga, lög nr. 30/2004, um vátryggingasamninga og einnig reglur nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Niðurstöður lágu fyrir í ágúst 2018. 

Lesa meira

20.8.2018 : Niðurstaða athugunar á tilkynningum Gamma Capital Management hf. til Fjármálaeftirlitsins um hreinar skortstöður

Fjármálaeftirlitið hóf í febrúar 2018 athugun á tilkynningum Gamma Capital Management hf. (Gamma/félagsins) til Fjármálaeftirlitsins um hreinar skortstöður í hlutabréfum á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (hér eftir skortsölureglugerðin/reglugerðin) sem tók gildi hér á landi með lögum nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar. 

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica