Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: september 2014

Fyrirsagnalisti

30.9.2014 : Lýsing hf. verður við kröfum Fjármálaeftirlitsins um upplýsingagjöf til viðskiptavina

Þann 20. ágúst 2014 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að dagsektir skyldu lagðar á Lýsingu að fjárhæð 200.000 krónur á dag, og skyldu þær leggjast á félagið átta dögum frá birtingu ákvörðunarinnar, ef ekki yrði orðið við kröfum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt ákvörðun þess frá 11. september 2013.

Lesa meira

9.9.2014 : Niðurstaða athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi Festu lífeyrissjóðs

Á seinni hluta árs 2013 hóf Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun á tilteknum þáttum í starfsemi Festu lífeyrissjóðs. Markmið athugunarinnar var m.a. að kanna stjórnarhætti, fjárfestingar, áhættustýringu og upplýsingakerfi sjóðsins. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir, ábendingar og kröfur um úrbætur. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins, sem lágu fyrir í júlí 2014, byggðu á þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina og miðuðust við stöðu mála á þeim tíma sem athugunin fór fram.

Fjármálaeftirlitið taldi að þeir þættir sem vettvangsathugunin beindist að væru almennt í góðu horfi hjá Festu lífeyrissjóði. Helstu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins voru eftirfarandi.

Lesa meira

1.9.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs bankamanna til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs bankamanna til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á öðrum ársfjórðungi 2014.

Lesa meira

1.9.2014 : Samkomulag um sátt vegna brots Eikar fasteignafélags hf. á 122. gr. laga nr. 108/2007

Hinn 7. júlí 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Eik fasteignafélag hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica