Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: maí 2014

Fyrirsagnalisti

26.5.2014 : Endurmat á því hvort Verðbréfaskráning Íslands hf. uppfylli tiltekin alþjóðleg tilmæli um öryggi verðbréfauppgjörs

Veturinn 2011-2012 gerði Fjármálaeftirlitið athugun á uppgjörsumhverfinu á Íslandi og uppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. (Verðbréfaskráning). Athugunin var gerð í samvinnu við Seðlabanka Íslands. Í athuguninni var skoðað hvort uppgjörsumhverfið á Íslandi og verðbréfauppgjörskerfi Verðbréfaskráningar uppfylltu skilyrði tilmæla Evrópska Seðlabankans og CESR (samtök evrópskra verðbréfaeftirlita) frá árinu 2009 (e. Recommendations for Securities Settlement Systems).

Lesa meira

16.5.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á fyrsta ársfjórðungi 2014.

Lesa meira

9.5.2014 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga

Á fyrsta ársfjórðungi 2014 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á því hvort fjárfestingar Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga væru í samræmi við gildandi lög og fjárfestingarheimildir.

Lesa meira

2.5.2014 : Niðurstaða athugunar á þáttum í starfsemi LSR

Hinn 4. september 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á þáttum í starfsemi LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) sem tók m.a. til stjórnarhátta, fjárfestinga, áhættustýringar og upplýsingakerfa. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir, ábendingar og kröfur um úrbætur. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins byggðu á þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina og miðast við stöðu mála hinn 20. september 2013.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica