Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: nóvember 2015

Fyrirsagnalisti

25.11.2015 : Niðurstaða athugunar á innra eftirlitskerfi Landsbankans í tengslum við stórar áhættuskuldbindingar

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í október 2014 hjá Landsbankanum hf. á innra eftirlitskerfi bankans sem heldur utan um stórar áhættuskuldbindingar hans. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort framkvæmd bankans við skráningu tengdra aðila, utanumhald og eftirlit með þeim væri í samræmi við 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum, reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar og leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Einnig voru skoðaðar innri reglur og verkferlar bankans vegna stórra áhættuskuldbindinga.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica