Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: desember 2012

Fyrirsagnalisti

18.12.2012 : Tilkynning um einhliða frávikningu stjórnarmanns eftirlitsskylds aðila

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 6. desember 2012 vikið Sigurði Jóhannessyni einhliða frá störfum sem stjórnarmanni Stapa lífeyrissjóðs á grundvelli heimildar í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Lesa meira

18.12.2012 : Kaup framkvæmdastjóra á bifreið í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, athugun á sölu bifreiðar í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins til framkvæmdastjóra sjóðsins og lánveitingu til framkvæmdastjóra tengda kaupunum. Lesa meira

11.12.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Sigurð Kristin Egilsson hæfan til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigurður Kristinn Egilsson, kt. 190974-3409, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf sem nemur allt að 20% sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 7. desember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica