Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: 2011

Fyrirsagnalisti

22.12.2011 : Niðurstaða athugunar á rafrænu eftirliti Nasdaq OMX Iceland hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt, með vísan til 1. og 3. mgr. 9. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 og 1. mgr. 31. gr. laga um kauphallir nr. 110/2007, athugun á rafrænu eftirliti Nasdaq OMX Iceland hf. (Kauphöllin) með hlutabréfaviðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði.

Lesa meira

16.12.2011 : Niðurstaða athugunar á starfsháttum Landsbankans hf. m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 1. og 3. mgr. 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun á tilteknum viðskiptum Landsbankans með verðbréf með tilliti til þess hvort fylgt hafi verið ákvæðum 18. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Umrædd viðskipti áttu sér stað í september 2010.

Lesa meira

7.12.2011 : Niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Með vísan til 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins birtir stofnunin hér með gagnsæistilkynningu um samandregnar niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Lesa meira

4.11.2011 : Niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Með vísan til 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins birtir stofnunin hér með gagnsæistilkynningu um samandregnar niðurstöður athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Lesa meira

31.10.2011 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. 

Þann 3. ágúst 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og Sveitarfélagið Árborg með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

6.10.2011 : Stjórnvaldssekt vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti

Þann 14. september 2011 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Bakkavör Group hf. (nú Bakkavör Group ehf.) vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti (hér eftir vvl.).

Lesa meira

6.10.2011 : Stjórnvaldssekt vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti

 Þann 14. september 2011 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Eglu hf. vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti (hér eftir vvl.).

Lesa meira

4.10.2011 : ALMC hf. fær leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Straumi IB hf.

Hinn 29. september sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að ALMC hf.  kt. 701086-1399, Borgartúni 25, 105 Reykjavík, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi IB hf. kt. 640210-0440, sem nemur svo stórum hluta að Straumur IB hf. verði talinn dótturfyrirtæki þess, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

27.9.2011 : Niðurstaða athugunar á Tryggingamiðstöðinni hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 1. og 3. mgr. 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun á fjárfestingum, lánveitingum og viðskiptum Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á tímabilinu 17. september 2007 til 30. apríl 2010. Í kjölfar hennar aflaði Fjármálaeftirlitið fyllri gagna í samskiptum við félagið.

Lesa meira

22.9.2011 : Athugasemd vegna brots á 2. tölul. 1. mgr. 123. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007

Þann 13. september 2011 gerði Fjármálaeftirlitið athugasemd við ummæli Birkis Hólm Guðnasonar (BHG) vegna brots hans á 2. tölul. 1. mgr. 123. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.).

Lesa meira

21.9.2011 : Sáttargerð vegna brots á 127. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 9. ágúst 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og Nýherji hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 127. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

21.9.2011 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Þann 20. ágúst 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og Lánasjóður sveitarfélaga ohf. með sér sátt vegna brots sjóðsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

30.8.2011 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar

Framkvæmd var athugun á starfsemi Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar með heimsókn og gagnaöflun þann 4. apríl 2011 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 18. maí 2011 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 24. júní 2011, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til.

Lesa meira

26.8.2011 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 13. júlí 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og HS Orka hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.)

Lesa meira

23.8.2011 : Stjórnvaldssekt lögð á MP banka hf., nú EA fjárfestingarfélag hf., vegna brots gegn 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum

Þann 31. maí 2011 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 15 milljónir króna á EA fjárfestingarfélag hf. Ákvörðunin var byggð á 9. tölulið 1. mgr. 110. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. nú 13. tölulið.

Lesa meira

3.8.2011 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 11. júlí 2011 gerðu Fjármálaeftirlitið og Farice ehf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.)

Lesa meira

21.7.2011 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV

Framkvæmd var athugun á starfsemi Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV með heimsókn og gagnaöflun þann 20. janúar 2011, með vísan til XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 66. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

18.7.2011 : Niðurstaða athugunar á framsetningu auglýsingar eignastýringar MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið tók til athugunar framsetningu auglýsingar eignastýringar MP banka hf. sem birt var í Fréttablaðinu þann 23. maí 2011.

Lesa meira

1.6.2011 : Kæra til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meints brots á 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 varðandi markaðsmisnotkun

Fjármálaeftirlitið kærði félag og eiganda þess til ríkislögreglustjóra skv. 148. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.) þann 30. nóvember 2010, fyrir meint brot á 117. gr. fyrrgreindra laga. Háttsemin átti sér stað þann 22. september 2010. Um er að ræða mál er varðar a-lið 1. tölul. 1. mgr. 117. gr. vvl.

Lesa meira

31.5.2011 : Niðurstaða athugunar á Tryggingamiðstöðinni hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 1. og 3. mgr. 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun á ákveðnum þáttum í starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á tímabilinu 17. september 2007 til 30. apríl 2010. Í kjölfar hennar aflaði Fjármálaeftirlitið fyllri gagna í samskiptum við félagið.

Lesa meira
Síða 1 af 2


Þetta vefsvæði byggir á Eplica