Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: júní 2013

Fyrirsagnalisti

26.6.2013 : Eftirfylgni vegna heildarathugunar Fjármálaeftirlitsins hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi heildarathugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 8. apríl 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.
Lesa meira

25.6.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Hinn 7. janúar 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi sjóðsins.
Lesa meira

24.6.2013 : Athugun á tjónsuppgjöri hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.

Samkvæmt 4. mgr. 65. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi ber Fjármálaeftirlitinu að fylgjast með tjónsuppgjöri vátryggingafélaga. Hluti af tjónsuppgjöri vátryggingafélaga er að upplýsa tjónþola um sundurliðun á því hvernig bætur til þeirra eru ákveðnar sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Lesa meira

14.6.2013 : Niðurstöður athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Íslandsbanka hf.

Hinn 7. janúar 2013 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Íslandsbanka hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Íslandsbanka með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Íslandsbanka við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum.
Lesa meira

12.6.2013 : Niðurstöður athugunar á lánveitingum Sameinaða lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Sameinaða lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

6.6.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica