Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

10.4.2018 : Niðurstaða athugunar á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í Sameinuðu sílikoni hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í Sameinuðu sílikoni hf. síðastliðið haust, en lífeyrissjóðurinn útvistar starfsemi sinni að öllu leyti til Arion banka hf. Ítarleg upplýsinga- og gagnaöflun fór fram af hálfu stofnunarinnar í því skyni að varpa ljósi á fjárfestingarferlið og þær ákvarðanir sem sjóðurinn tók í tengslum við fjárfestingu í félaginu. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í mars 2018.

Lesa meira

6.4.2018 : Samkomulag um sátt vegna brots Origo hf. á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 13.2.2018 gerðu Fjármálaeftirlitið og Origo hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

5.4.2018 : Niðurstaða athugunar á aukagreiðslum Landsbankans hf. til starfsmanna

Fjármálaeftirlitið hefur haft til athugunar hvort Landsbankinn hf. hafi brotið gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (fftl.), og 3. gr. reglna nr. 700/2011 og 3. gr. reglna nr. 388/2016, um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, með því að hafa á árunum 2014 til 2016 greitt hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. 

Lesa meira

5.4.2018 : Niðurstaða athugunar á aukagreiðslum Landsbréfa hf. til starfsmanna

Fjármálaeftirlitið hefur haft til athugunar hvort Landsbréf hf. hafi brotið gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, 3. gr. reglna nr. 700/2011 og 3. gr. reglna nr. 388/2016, með því að hafa á árunum 2012-2016 greitt tilteknum starfsmönnum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. 

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica