Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: október 2017

Fyrirsagnalisti

19.10.2017 : Niðurstaða athugunar á stofnun óumbeðinna krafna í netbanka hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stofnun óumbeðinna krafna í netbanka hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. í maí 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi bankanna að þessu leyti væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig hvort bankinn uppfyllti skilyrði 19. gr. laga nr. 161/2002 en þar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. 

Lesa meira

16.10.2017 : Samkomulag um sátt vegna brots Adix ehf. á 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Hinn 25. júlí 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og Adix ehf., hér eftir einnig nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots gegn 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 (fftl.).

Lesa meira

5.10.2017 : Stjórnvaldssekt og úrbótakrafa vegna kaupaukagreiðslna Arctica Finance hf.

Hinn 20. september 2017 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 72.000.000 krónur á Arctica Finance ehf. (Arctica, félagið) vegna brota félagsins gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) og reglum nr. 700/2011 og 388/2016 um kaupaukakerfi. Brotin fólust í því að hafa greitt starfsmönnum kaupauka í formi arðs af B, C og D hlutum í félaginu frá og með 2012 til og með 2017.

Þá krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Arctica léti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðgreiðslna til B, C og D hluthafa.

Lesa meira

4.10.2017 : Stjórnvaldssekt vegna brota Kletta Capital ehf. gegn a lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Hinn 29. ágúst 2017 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 2.500.000 krónur á Kletta Capital ehf. vegna brots gegn a lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica