Niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum Tryggingar og ráðgjafar ehf. í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum NOVIS Insurance Company Inc.
Fjármálaeftirlitið hóf þann 5. júní sl. í
kjölfar þriggja ábendinga frá neytendum, athugun á viðskiptaháttum Tryggingar
og ráðgjafar ehf. í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum NOVIS Insurance
Company Inc. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort kynning, markaðssetning
og upplýsingagjöf til neytenda væri í samræmi við lög nr. 32/2005, um miðlun
vátrygginga, lög nr. 30/2004, um vátryggingasamninga og einnig reglur nr.
673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. Niðurstöður
lágu fyrir í ágúst 2018.
Gagnsæistilkynning