Mat á hæfi

Hæfismat framkvæmdastjóra og stjórnarmanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmir mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila. Jafnframt er sambærilegt mat framkvæmt á hæfi forsvarsmanna innheimtuaðila.

Neðangreindir eru listar yfir umræðuefni í munnlegum hæfismötum framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, rekstrarfélaga verðbréfasjóða og vátryggingafélaga.

Fjármálaeftirlitið metur að teknu tilliti til umfangs á starfsemi viðkomandi eftirlitsskylds aðila þ.á m. starfsleyfis, reksturs og markaðshlutdeildar hvort óskað verður eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi viðkomandi stjórnarmanns.

Þegar umsagnar er óskað munu stjórnarmenn verða kallaðir á fund ráðgjafarnefndarinnar til viðtals um þau efnisatriði er varða þekkingu og viðhorf stjórnarmannsins á starfsemi eftirlitsskylda aðilans og ábyrgð stjórnar.

Í lögum, reglugerðum og leiðbeiningum um góða stjórnarhætti er gerð sú krafa að stjórnir eftirlitsskyldra aðila búi sameiginlega yfir fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu. Er því mikilvægt að stjórnir meti framangreint með reglubundnum hætti, þar með talið þegar breytingar eiga sér stað á stjórn. Til að auðvelda stjórnum eftirlitsskyldra aðila að framkvæma slík sjálfsmöt hefur Fjármálaeftirlitið útbúið form að sjálfsmati sem byggð eru á formi frá Evrópska bankaeftirlitinu (EBA).

Upplýsingagjöf

Fjármálaeftirlitið fer fram á að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn eftirlitsskyldra aðila veiti skriflegar upplýsingar þegar þeir taka við störfum, við veitingu nýrra starfsleyfa og eftir atvikum við breytingar á þegar veittum starfsleyfum. Jafnframt er farið fram á að framkvæmdastjórar og stjórnarmenn undirriti yfirlýsingu um hæfi.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica