Eftirlitsskyld starfsemi

Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi eftirfarandi fjármálafyrirtækja, vátryggingarfélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi:

  • Þjónustuveitendur stafrænna veskja (lög nr. 140/2018)
  • Umboðs- og dreifingaraðilar fyrirtækja og samsvarandi erlendra fyrirtækja með starfsemi hér á landi sem falla undir a-e lið 2. gr. laga nr. 140/2018 (lög nr. 140/2018).


Eftirlit samkvæmt sérlögum

Fjármálaeftirlitinu er einnig falið eftirlit með nokkrum aðilum sem starfa samkvæmt sérlögum. Þessir aðilar eru:

 

Eftirlit með verðbréfaviðskiptum

Þá hefur Fjármálaeftirlitið einnig eftirlit með verðbréfaviðskiptum, þ.m.t. útgefendum verðbréfa (lög nr. 108/2007)  

 

Eftirlit með slitastjórnum

Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með slitum fjármálafyrirtækja sem stýrt er af slitastjórnum, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki er með starfsleyfi, hefur takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfið hefur verið afturkallað.

 

Starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hérlendis

Um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi fer samkvæmt ákvæðum sérlaga og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica