Fréttir


Upplýsingar um aðila sem hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga

26.1.2015

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að Vátryggingaráðgjöf Stefáns Gissurarsonar ehf. bjóði neytendum þjónustu sem fellur undir miðlun vátrygginga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Með vísan til framangreinds og 2. mgr. 59. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að nefndur aðili hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga og er því ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna lista yfir aðila sem hafa tilskilin leyfi til miðlunar vátrygginga og eru undir eftirliti stofnunarinnar: https://www.fme.is/eftirlit/eftirlitsskyld-starfsemi/eftirlitsskyldir-adilar/

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica