Fréttir


ORSA leiðbeiningar 2015

15.1.2015

Samkvæmt 24. tölul. leiðbeinandi tilmæla nr. 3/2014 skulu vátryggingafélög framkvæma árlega eigið áhættu- og gjaldþolsmat (hér eftir ORSA) sem veitir stjórn og forstjóra upplýsingar um virkni áhættustýringar og gjaldþolsstöðu, jafnt núverandi sem líklega framtíðarstöðu.

Við framkvæmd ORSA á árinu 2015 beinir Fjármálaeftirlitið því til vátryggingafélaga að styðjast við leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2014, leiðbeiningar um framkvæmd eigin áhættu og gjaldþolsmats ásamt því að horfa til leiðbeinandi tilmæla EIOPA (eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar á Evrópska efnahagssvæðinu, European Insurance and Occupational Pension Authority) um framkvæmd ORSA[1] (svokölluð undirbúningstilmæli). Við innleiðingu Solvency II er almennt ekki ráðgert að einstaka leiðbeinandi tilmæli sem tengjast Solvency II verði þýdd og er því hér vísað beint í einstök tilmæli EIOPA. Tilmælin má nálgast hér

Eins og kemur fram í tölul. 35 í leiðbeinandi tilmælum nr. 3/2014 koma eftirfarandi atriði til athugunar vegna ORSA á árinu 2015:

a)    Mat er lagt á það hvort vátryggingafélag uppfylli væntanlegar gjaldþolskröfur Solvency II (e. continuous compliance with regulatory capital requirements).
b)    Mat er lagt á það hvort áhættusnið vátryggingafélags víki verulega (e. significant deviation) frá forsendum staðalformúlu Solvency II.

EIOPA hefur gefið út eftirfarandi skjöl til að aðstoða vátryggingafélög við að framkvæma mat í samræmi við stafliði a) og b) hér að ofan:

               Annexes to Part I

Í lokaskýrslu EIOPA um umræðuferlið vegna leiðbeinandi tilmæla um ORSA má finna töluvert af ítarefni sem styður við framkvæmd ORSA. Fjármálaeftirlitið beinir því til vátryggingafélaga að kynna sér skýrsluna vel en hana má finna hér.

Gert er ráð fyrir að ORSA miðist við stöðu félagsins þann 31. desember 2014 og að niðurstöðum sé skilað til Fjármálaeftirlitsins eigi síðar en 30. júní 2015.

Fjármálaeftirlitið beinir því til vátryggingafélaga í samstæðu að vinna ORSA ferlið á samstæðugrundvelli. Það félag sem ber ábyrgð á ferlinu skal sjá til þess að ORSA endurspegli uppbyggingu og áhættusnið samstæðunnar og að tekið sé tillit til allra fyrirtækja innan samstæðunnar, hvort sem þau eru eftirlitsskyld eða ekki. Við mat á áhrifum aðila sem ekki eru eftirlitsskyldir ætti að taka mið af vægi þeirra fyrir samstæðuna.

ORSA skýrsla samstæðu ætti að greina frá því hvernig stjórnir einstakra félaga innan samstæðunnar komu að ferlinu og hvernig einstök félög innan samstæðunnar hafa áhrif á niðurstöður ORSA ferlisins.


[1] Í leiðbeiningum þessum er ekki gerður greinarmunur á ORSA (Own Risk and Solvency Assessment) og FLAOR (Forward Looking Assessment of own risks). Fyrrnefnda hugtakið er orðið þekkt hér á landi en síðarnefnda hugtakið er notað í undirbúningstilmælum EIOPA.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica