Fréttir


Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ ehf.) fær leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

24.8.2010

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.  Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands.   Aðrir hluthafar  Sjóvár-Almennra trygginga hf. eru Íslandsbanki  hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með 17,67% hlutafjár. 

Fjármálaeftirlitið samþykkti umsóknina 16. ágúst sl. og veitti umsækjanda heimild, skv.  43. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr.  56/2010, til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. 
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica