Fréttir


Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

11.8.2010

Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands slhf. (Framtakssjóður) frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. (Icelandair), sbr. 100. gr. a laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), en þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að Framtakssjóðnum skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldu skv. 1. mgr. 100. gr. vvl., sbr. 100. gr. a sömu laga, til að fara með allt að 32,5% hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku Framtakssjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair. Að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllir Framtakssjóðurinn þau skilyrði sem koma fram í 1. mgr. 100. gr. a vvl. en samningurinn markar mikilvægt skref í fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair sem staðið hefur yfir síðan síðari hluta ársins 2008.

Ákvörðunina í heild sinni má lesa hér.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica