Fréttir


Fréttir: 2010 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

15.6.2010 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 24 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna 31/12/2009. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða er nokkuð svipuð frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu -11%.

Lesa meira

15.6.2010 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðenda

Fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmælum til lífeyrissjóða að flýta skýrsluskilum vegna tryggingafræðilega athugana, fyrir árið 2009, og voru skýrsluskil dagsett 15. maí sl. Nú hafa borist skýrslur um tryggingafræðilegar athuganir þeirra 16 lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðenda.

Lesa meira

11.6.2010 : Fjármálaeftirlitið fær aðild að Alþjóðasambandi verðbréfaeftirlita

Aðildarumsókn Fjármálaeftirlitsins að Alþjóðasambandi verðbréfaeftirlita (IOSCO) var samþykkt hinn 9. júní síðastliðinn. Með aðildinni getur Fjármálaeftirlitið skipst á upplýsingum um verðbréfaviðskipti við flestar þjóðir heims innan ramma gildandi laga. Lesa meira

3.6.2010 : Fjármálaeftirlitið stóreflir rannsóknir vegna mögulegra brota sem tengjast bankahruninu

Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstu vikum og mánuðum stórefla rannsóknarhóp sinn sem sinnir athugunum á mögulegum brotum í tengslum við bankahrunið. FME mun bæta við 12 nýjum starfsmönnum í hópinn en hann vinnur í nánu samstarfi við embætti Sérstaks saksóknara. Fyrir eru fimm öflugir einstaklingar í hópnum þannig að með þessari viðbót mun hann meira en þrefaldast að stærð. Lesa meira

28.5.2010 : Flest vátryggingafélög rekin með hagnaði á árinu 2009

Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga sem starfandi voru í árslok 2009 var um 2,5 ma.kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging, sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 3 ma.kr. Sé horft framhjá Viðlagatryggingu töpuðu skaðatryggingafélögin samanlagt um 669 m.kr. Tapið stafar að mestu leyti af tapi af fjármálarekstri, sem nam 2,5 ma.kr.

Lesa meira

17.5.2010 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Sparisjóðsins í Keflavík

Þann 22. apríl sl. tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðsins í Keflavík og skipa sjóðnum bráðabirgðastjórn.

Lesa meira

17.5.2010 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Byrs sparisjóðs

Þann 22. apríl sl. tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Byrs sparisjóðs og skipa sjóðnum bráðabirgðastjórn.

Lesa meira

17.5.2010 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna VBS fjárfestingarbanka hf.

Þann 3. mars sl. tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar VBS fjárfestingarbanka hf. og skipa bankanum bráðabirgðastjórn. Lesa meira

11.5.2010 : Framlenging á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Íslandsbanki hefur óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

27.4.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir KEA svf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga

Fjármálaeftirlitið veitti þann 23. apríl sl., KEA svf. heimild til að fara með allt að 35% eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga, skv. 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) Lesa meira

23.4.2010 : Ný fjármálafyrirtæki taka við rekstri Byrs sparisjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík

Stjórnir Byrs - sparisjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík hafa farið fram á að Fjármálaeftirlitið taki yfir starfsemi sparisjóðanna í kjölfar þess að samningaviðræðum við kröfuhafa þeirra lauk án árangurs. Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda sparisjóðanna kemur fram að innlán Byrs - sparisjóðs og eignir hafa verið fluttar til nýs viðskiptabanka, Byrs hf. og innlán Sparisjóðsins í Keflavík og eignir hafa verið fluttar til nýs sparisjóðs, Spkef sparisjóðs. Bæði fjármálafyrirtækin hafa verið stofnuð og eru að fullu í eigu ríkisins.

Lesa meira

21.4.2010 : Þagnarskylda þeirra er taka að sér verk í þágu fyrirtækis

Fjármálaeftirlitinu hafa borist ábendingar um að starfsmenn vörslusviptingafyrirtækja er starfa fyrir eignaleigufélögin hafi haft samband við aðra aðila en þá sem skráðir eru leigjendur ökutækis sem þeim er ætlað að vörslusvipta. Við þetta tækifæri hafa þeir sagt frá því að ætlunin væri að vörslusvipta ökutæki og óskað eftir upplýsingum um staðsetningu þess. Í tilefni af því hefur Fjármálaeftirlitið sent dreifibréf á eignaleigufyrirtækin þar sem minnt er á ákvæði í lögum um þagnarskyldu.

Lesa meira

20.4.2010 : Fjármálaeftirlitið skipar VBS fjárfestingarbanka hf. bráðabirgðastjórn

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni VBS fjárfestingarbanka hf. um að skipa bankanum bráðabirgðastjórn á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Lesa meira

20.4.2010 : Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins með regluvörðum

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til fræðslufundar með regluvörðum. Um áttatíu manns mættu á fundinn sem var haldinn í samræmi við það markmið Fjármálaeftirlitsins að auka tengsl við regluverði og staðgengla þeirra. Tilgangurinn var enn fremur að efla hlutverk þessara aðila í störfum hjá fjármálafyrirtækjum og útgefendum fjármálagerninga með kynningu og fræðslu.

Lesa meira

13.4.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Alfa verðbréfum hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Alfa verðbréfum hf., kt. 700404-6760, Bankastræti 5, 101 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

9.4.2010 : Fjármálaeftirlitið boðar til fundar með fjármálafyrirtækjum og útgefendum fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið hefur boðað til fundar með regluvörðum og viðeigandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja og útgefenda fjármálagerninga miðvikudaginn 14. apríl nk. Lesa meira

31.3.2010 : Námskeið vegna skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til námskeiðs á Grand hótel fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið hófst með almennri kynningu á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði sem Halldóra Elín Ólafsdóttir sviðsstjóri annaðist. Að því loknu tóku þau Björn Z. Ásgrímsson verkfræðingur og Karen Íris Bragadóttir viðskiptafræðingur á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins við. Lesa meira

29.3.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Arctica Finance hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Arctica Finance hf., kt. 540509-1820, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.3.2010 : Arev verðbréfafyrirtæki hf. fær auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. þann 10. mars 2010 auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Lesa meira

15.3.2010 : Umræðuskjal um breytingar á leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar umræðuskjal nr. 1/2010. Umræðuskjalið er um drög að leiðbeinandi tilmælum sem ætlað er að breyta núgildandi leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2006 um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira
Síða 3 af 4






Þetta vefsvæði byggir á Eplica