Fréttir


Fréttir: 2014 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

3.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

28.8.2014 : Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar í skilningi a. – c. liðar í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, með síðari breytingum. Umrædd ákvæði komu inn í samningalögin 1995 með innleiðingu á tilskipun 93/13/EBE, um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum.

Lesa meira

11.8.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út  reglur nr. 712/2014 um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar og reglur nr. 713/2014 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum. Þá hafa enn fremur verið gefnar út reglur nr. 728/2014 um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt.

Lesa meira

7.8.2014 : Engir ágallar á málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun máls vegna ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 11. september 2013 um að sekta nokkra einstaklinga vegna brota gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Eftir að hafa kynnt sér gögn málsins og skýringar Fjármálaeftirlitsins taldi umboðsmaður Alþingis ekki ástæðu til að taka málið til frekari skoðunar og tilkynnti Fjármálaeftirlitinu um lok þess með bréfi dagsettu þann 30. júní sl. Reifun á þeim atriðum sem umboðsmaður tók til skoðunar er að finna hér að neðan.

Lesa meira

28.7.2014 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumssjóðum starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumssjóðum hf. kt. 430713-0940, Borgartúni 25, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straumssjóða hf. tekur til 7.tl.  1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Straumssjóðir hafa heimild til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

15.7.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðið skrifa meðal annars Hörður Tulinius, sérfræðingur á vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviði, um skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfestasjóða og Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, skrifar um sjálfstæði eftirlitsstofnana. Lesa meira

8.7.2014 : EBA gefur út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum fyrir könnunar- og matsferli (e. SREP)

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um könnunar- og matsferli (e. SREP). Tilmælin munu verða nýtt við eftirlit á bankamarkaði innan Evrópusambandsins. Megintilgangur tilmælanna er að móta sameiginlegan skilning á mati á áhættuþáttum og stuðla að samkvæmni og gæðum í framkvæmd ferlisins. Tilmælin munu leysa af hólmi eldri tilmæli sem gefin voru út árið 2006 af CEBS. Fyrirhugað er að tilmælin taki gildi 1. janúar 2016. Fullmótuð munu þau hafa grundvallar áhrif á framkvæmd könnunar og matsferlis á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

7.7.2014 : Tæknistaðall CRD IV um gagnaskil birtur í evrópsku stjórnartíðindunum

Einn af viðamestu tæknistöðlunum sem fylgja CRD IV löggjöfinni hefur verið birtur í evrópsku stjórnartíðindunum sem framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 680/2014. Tæknistaðallinn er því formlega orðinn hluti af löggjöf Evrópusambandsins. Tæknistaðallinn mun hafa í för með sér að skýrslur sem notast er við í gagnaskilum hér á landi verða eftirleiðis á samskiptastaðlinum XBRL. Að auki mun Fjármálaeftirlitið þurfa að taka í notkun ýmsar nýjar skýrslur sem fylgja tæknistaðlinum, þ.m.t. varðandi stórar áhættuskuldbindingar og fjármögnunarhlutfall.

Lesa meira

2.7.2014 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. júní 2014 samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Norðurlands ses. tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Bolungarvíkur og verða sjóðirnir sameinaðir undir nafni Sparisjóðs Norðurlands ses.

Lesa meira

27.6.2014 : Fjármálaeftirlitið samþykkir yfirfærslu rekstrarhluta

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 27. júní 2014 yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta MP banka hf., kt. 540502-2930 , til Lýsingar hf., kt. 621101-2420, samkvæmt 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á réttindum og skyldum eignaleigusamninga, lánasamninga og skuldabréfa Lykils fjármögnunar, eignaleigusviðs MP banka hf., ásamt undirliggjandi leigumunum og veðum. Jafnframt tekur Lýsing hf. við vörumerki, viðeigandi tölvukerfum vegna samningasafnsins þ. á m. viðskiptasögu, reglum og ferlum. Fallið verður frá uppgreiðslugjaldi á yfirteknum samningum, sbr. upplýsingagjöf Lýsingar hf. til viðskiptavina Lykils. Auglýsing um yfirfærsluna verður jafnframt birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

26.6.2014 : Opið fyrir móttöku XBRL gagna í prófunarumhverfi

Fjármálaeftirlitið getur nú tekið við sannprófuðum XBRL gögnum í prófunarumhverfi. Öll skil fara í gegnum vefþjónustu skýrsluskilakerfis FME. Nánari upplýsingar um skil á XBRL gögnum er að finna á þjónustugátt FME og eru skilaaðilar hvattir til að skoða síðuna. Vakin er athygli á útfærslu á auðkennum skilaaðila sem útskýrð er á síðunni.

Lesa meira

25.6.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Orkuveitu Reykjavíkur innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Orkuveitu Reykjavíkur þann 24. júní 2014 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Lesa meira

24.6.2014 : Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2013

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit sitt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2013. Lífeyriskerfið er öflugt og heldur áfram að stækka í efnahagslegu tilliti. Á liðnu ári voru starfandi 27 lífeyrissjóðir í 80 deildum samtryggingar og séreignar. Aðrir vörsluaðilar séreignasparnaðar voru sjö talsins.  Tryggingafræðileg staða sjóðanna hefur farið batnandi og er staða sjóða án ábyrgðar launagreiðenda nærri komin í jafnvægi. Tryggingafræðileg staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er enn áhyggjuefni. Vegna vaxandi mikilvægis lífeyrissjóða við öflun lífeyristekna mun þurfa að bregðast við þeirri stöðu  eins og gert hefur verið  í mörgum af okkar nágrannalöndum. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Lesa meira

18.6.2014 : Nýjar reglur Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál nr. 565/2014

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Seðlabanki Íslands hefur birt nýjar reglur nr. 565/2014 um gjaldeyrismál sem taka gildi þann 19. júní 2014.

Lesa meira

16.6.2014 : EIOPA gefur út drög að leiðbeinandi tilmælum vegna Solvency II til umsagnar

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 2. júní sl. drög að leiðbeinandi tilmælum vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB). EIOPA var komið á fót með reglugerð ESB nr. 1094/2010/EB og skv. 16. gr. þeirrar reglugerðar hefur EIOPA heimild til að setja leiðbeinandi tilmæli til að auka samræmingu í regluverki og eftirliti innan ESB. Tilmælin útskýra betur eftirlitsframkvæmd og kröfur í Solvency II og því telur Fjármálaeftirlitið það til hagsbóta fyrir alla aðila á markaðnum að farið sé að þeim.

Lesa meira

13.6.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út endurskoðuð leiðbeinandi tilmæli nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Lesa meira

12.6.2014 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikninga og upplýsingar um afkomu vátryggingagreina hjá íslenskum vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur birt ársreikninga  og upplýsingar um afkomu vátryggingagreina  hjá íslenskum vátryggingafélögum fyrir reikningsárið 2013 með samræmdri uppsetningu. Birtir eru rekstrar- og efnahagsreikningar, ásamt sjóðsstreymi. Í þeim tilvikum sem vátryggingafélag er hluti af samstæðu eru birtir móðurfélagsreikningar.

Lesa meira
Leiðrétt mynd 1 í kafla 2.5 um vátryggingamarkað í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins

12.6.2014 : Leiðrétting á ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins

Vegna villu í innsendum gögnum gefur Mynd 1 í kafla 2.5 um vátryggingamarkað (bls. 32) í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins ekki rétta mynd af eignasamsetningu vátryggingafélaga í lok árs 2013. Lesa meira

11.6.2014 : Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir.

Fjármálaeftirlitið veitti Öldu sjóðum hf. þann 14. desember 2012 starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira
Síða 3 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica