Fréttir


Fréttir: 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22.10.2014 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfis LBI hf. að fullu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi LBI hf. (LBI),  kt. 540291-2259 að fullu á grundvelli heimildar í 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laganna.  Áður hafði Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi LBI hf. að hluta með bréfi, dags. 15. september 2011 á grundvelli sömu heimildar. Afturköllun starfsleyfis LBI að fullu miðast við 15. október 2014. Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Lífeyrissjóð Vestmannaeyja hæfan til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, kt. 580572-0229, sé hæfur til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum - Verðbréfum hf., sem nemur 50,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  Samkvæmt tilkynningu frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, fer sjóðurinn nú með 50,00% eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Lífeyrissjóðinn Festu hæfan til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Festa lífeyrissjóður, kt. 571171-0239, sé hæfur til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum - Verðbréfum hf., sem nemur 50,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  Samkvæmt tilkynningu frá Festu Lífeyrissjóði, fer sjóðurinn nú með 50,00% eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Eignarhaldsfélagið Mata hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Mata hf., kt. 450269-0939, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu frá Eignarhaldsfélaginu Mata hf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf.

Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Siglu ehf., Snæból ehf., Gana ehf., Finn Reyr Stefánsson og Tómas Kristjánsson hæf til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigla ehf., Snæból ehf., Gani ehf., Finnur Reyr Stefánsson og Tómas Kristjánsson, séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hið fyrstnefnda félag fer með eignarhlutinn með beinni hlutdeild en hinir síðarnefndu aðilar með óbeinni hlutdeild. Samkvæmt tilkynningu frá Siglu ehf., fer félagið  nú með 16,175% eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Vörðu Capital ehf. og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Varða Capital ehf., 2G ehf., Steinhaufen Holding ehf., Grímur Alfreð Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hið fyrstnefnda félag fer með eignarhlutinn með beinni hlutdeild en hinir síðarnefndu aðilar með óbeinni hlutdeild. Samkvæmt tilkynningu frá Vörðu Capital ehf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf. Lesa meira

15.10.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Ingimund hf. og Ármann Ármannsson hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingimundur hf. og Ármann Ármannsson séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hið fyrstnefnda félag fer með eignarhlutinn með beinni hlutdeild en hinn síðarnefndi aðili með óbeinni hlutdeild. Samkvæmt tilkynningu frá Ingimundi hf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf. Lesa meira

14.10.2014 : Samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sótti fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og ESB í Lúxemborg í dag. Á fundinum náðist samkomulag milli aðila um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði. Nánar er fjallað um málið í frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Lesa meira

3.10.2014 : Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar

Fyrsti fundur nýstofnaðrar kerfisáhættunefndar var haldinn í gær. Nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og gerir tillögur til ráðsins. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. Nefndin skal koma saman til fundar að minnsta kosti fjórum sinnum á ári, samanber lög nr. 66 frá 28. maí 2014 um fjármálastöðugleikaráð.

Lesa meira

3.10.2014 : Allra-ráðgjöf ehf.

Allra-ráðgjöf ehf., sem hafði starfsleyfi vátryggingamiðlara, sbr. ákvæði laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga,  hefur skilað inn starfsleyfi sínu, skv. 36. gr. fyrrgreindra laga. Í samræmi við tilkynningu félagsins um að það hafi hætt starfsemi, sem vátryggingamiðlari, hefur Fjármálaeftirlitið fellt félagið út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning þess efnis birt í Lögbirtingablaðinu.

Lesa meira

3.10.2014 : Sigþór Hákonarson

Sigþór Hákonarson, sem hafði starfsleyfi vátryggingamiðlara , sbr. ákvæði laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga,  hefur skilað inn starfsleyfi sínu, skv. 36. gr. fyrrgreindra laga. Í samræmi við tilkynningu um að hann hafi hætt starfsemi, sem vátryggingamiðlari, hefur Fjármálaeftirlitið fellt Sigþór Hákonarson út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning þess efnis birt í Lögbirtingablaðinu.

Lesa meira

1.10.2014 : Fjármálaeftirlitið vekur athygli á löggjöf um birtingu opinberrar fjárfestingarráðgjafar

Að gefnu tilefni vekur Fjármálaeftirlitið athygli á gildandi löggjöf um opinbera fjárfestingarráðgjöf. Í 12. tölulið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) er að finna skilgreiningu á opinberri fjárfestingarráðgjöf:

Lesa meira

26.9.2014 : Tilmæli til eftirlitsskyldra aðila vegna sýndarfjár

Fjármálaeftirlitið sendi eftirlitsskyldum aðilum tilmæli í lok ágúst síðastliðins. Þar var vakin athygli á skýrslu evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um viðbrögð við sýndarfé (e. EBA Opinion on "virtual currencies") Lesa meira

23.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

22.9.2014 : Fjármálaeftirlitið hlýtur Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2014

Samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar var veitt síðastliðinn föstudag í tengslum við evrópska samgönguviku og  hlaut Fjármálaeftirlitið viðurkenninguna í hópi lítilla vinnustaða. Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu í hópi stórra vinnustaða. Við sama tækifæri var Sesselja Traustadóttir heiðruð sérstaklega sem frumkvöðull en hún hefur verið mjög ötul við að hvetja borgarbúa til að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta. Lesa meira

11.9.2014 : Samráð vegna val- og heimildarákvæða CRD IV

Fjármálaeftirlitið hefur sent fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem vísað er til fyrri samskipta vegna innleiðingar á CRD IV löggjöfinni, tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013, en löggjöfin mun koma Basel III staðlinum á fót með samræmdum hætti innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Lesa meira

10.9.2014 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2013

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2013 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

5.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

4.9.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

3.9.2014 : AGS gerir úttekt á fylgni Fjármáleftirlitsins við kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (BCP)

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur birt á heimasíðu sinni niðurstöður úttektar sjóðsins, sem fram fór á fyrri hluta þessa árs, á fylgni (e. compliance) Fjármálaeftirlitsins við 29 kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (e. Basel Core Principle on Effective Banking Supervision). Niðurstaða AGS felur í sér að öllum lágmarksviðmiðum var mætt (e. compliant) varðandi sjö þeirra og níu voru uppfylltar að verulegu leyti (e. largely compliant). Þrettán voru ekki uppfylltar að verulegu leyti (e. materially non-compliant).

Lesa meira
Síða 2 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica