Fréttir


EBA gefur út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum fyrir könnunar- og matsferli (e. SREP)

8.7.2014

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um könnunar- og matsferli (e. SREP). Tilmælin munu verða nýtt við eftirlit á bankamarkaði innan Evrópusambandsins. Megintilgangur tilmælanna er að móta sameiginlegan skilning á mati á áhættuþáttum og stuðla að samkvæmni og gæðum í framkvæmd ferlisins. Tilmælin munu leysa af hólmi eldri tilmæli sem gefin voru út árið 2006 af CEBS. Fyrirhugað er að tilmælin taki gildi 1. janúar 2016. Fullmótuð munu þau hafa grundvallar áhrif á framkvæmd könnunar og matsferlis á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nánar má lesa um þetta á vef EBA.

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica