Fréttir


Fréttir: 2014 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

28.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2014 kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpaði fundinn. Aðrir ræðumenn voru Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

28.5.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2014  um aðskilnað starfssviða.

Lesa meira

27.5.2014 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2014 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 28. maí klukkan 16:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Lesa meira

23.5.2014 : Tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Hluti tilmælanna er byggður á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar. Lesa meira

22.5.2014 : Umræðuskjöl ESMA vegna innleiðingar MiFID II og MiFIR

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að ESMA (Verðbréfamarkaðseftirlit Evrópu) hefur birt á heimasíðu sinni umræðuskjöl sem lúta að útfærslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR. Hægt er að koma ábendingum á framfæri við ESMA til 1. ágúst nk. Lesa meira

16.5.2014 : Fræðslufundur fyrir regluverði útgefenda á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið hélt fræðslufund fyrir regluverði útgefenda hinn 14. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Á dagskrá fundarins voru breytingar sem framundan eru á löggjöf sem varðar verðbréfamarkaðinn, meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir, Inga Dröfn Benediktsdóttir og Páll Friðriksson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviðs. Lesa meira

15.5.2014 : Breyttar skiladagsetningar á skýrslum vegna CRD IV

Fjármálaeftirlitið hefur, á grundvelli tillagna SFF, ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun innleiðingar tæknistaðals um gagnaskil sem fylgja mun CRD IV löggjöfinni. Sem kunnugt er ráðgerir Fjármálaeftirlitið að skil á eiginfjárskýrslum (COREP) hefjist í prófunarumhverfi þann 30. september 2014 nk. Sú dagsetning hefur ætíð verið viðmiðunardagsetning fyrir prófunarumhverfi, en viðmiðunardagsetningin fyrir skil í raunumhverfi er 31. mars 2015. Til að gefa fjármálafyrirtækjum aukinn tíma til að koma gagnaskilum á XBRL form hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að fresta nokkrum skiladagsetningum í upphaflegu áætluninni um upptöku tæknistaðalsins. Lesa meira

9.5.2014 : Uppfærsla á Skýrsluskilakerfi FME

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að uppfærslu á Skýrsluskilakerfi FME og tekur útgáfa 2.0 af Skýrsluskilakerfinu við af eldri útgáfu kerfisins föstudaginn 9. maí nk..

Lesa meira

7.5.2014 : Drög að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 9/2014 með drögum að reglum um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt. Lesa meira

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf. þar sem útgefandinn hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira

7.5.2014 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. þar sem Íbúðalánasjóður hefur birt opinberlega tilkynningu um tillögur verkefnisstjórnar um framtíð húsnæðismála.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs sem teknir hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland hf.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Beðið er eftir tilkynningu frá útgefanda.

Lesa meira

6.5.2014 : Tímabundin stöðvun viðskipta með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með ETF-sjóðinn Landsbréf-LREAL sem rekinn er af Landsbréfum hf. í ljósi eignasamsetningar sjóðsins í dagslok 5. maí 2014 og stöðvunar viðskipta með skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta.

Lesa meira

5.5.2014 : European Risk Insurance Company hf.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC) þann 12. febrúar 2014 og skipaði í kjölfarið skilastjórn yfir félaginu. Skilastjórnin hefur unnið í samvinnu við breska tryggingainnistæðusjóðinn (Financial Services Compensation Scheme, FSCS) en félagið hefur greitt í sjóðinn vegna starfsemi sinnar í Bretlandi. FSCS mun á næstunni hefja útgreiðslu þeirra tjóna sem heimildir þeirra ná til.

Lesa meira

29.4.2014 : EBA gefur út aðferðafræði og sviðsmynd vegna álagsprófa banka 2014

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er aðferðafræði og sviðsmynd í tengslum við álagspróf banka í löndum Evrópusambandsins árið 2014. Álagsprófið verður framkvæmt í framhaldi af viðamikilli útlánaskoðun (e. Asset Quality Review) sem nú er unnið að á vegum Evrópska seðlabankans í samstarfi við EBA.

Lesa meira

25.4.2014 : Ný gagnsæisstefna samþykkt

Þann 16. apríl sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýja stefnu um framkvæmd opinberrar birtingar á niðurstöðum í málum og athugunum, skv. 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Stefnan gengur undir nafninu Gagnsæisstefna Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

11.4.2014 : Nýjar reglur um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

Stjórnartíðindi birtu í upphafi þessa mánaðar reglur nr. 322/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja og reglur nr. 323/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana. Reglur þessar má finna undir lög og tilmæli á vef Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

8.4.2014 : Túlkun um viðurkenningu markaða

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkun um viðurkenningu markaða. Túlkunin fjallar um hvaða markaði Fjármálaeftirlitið viðurkennir og hvaða markaðir teljast viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan skv. lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Lesa meira

1.4.2014 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 7/2014. Umræðuskjalið inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli nr. 3/2011 um sama efni.

Lesa meira

27.3.2014 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að eiginfjárreglum og reglum um verðbréfun

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 5/2014 og nr 6/2014. Fyrra umræðuskjalið, nr. 5/214, inniheldur drög að reglum um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar. Reglurnar verða settar með heimild í 1. mgr. 29. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira
Síða 4 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica