Fréttir


Ný gagnsæisstefna samþykkt

25.4.2014

Þann 16. apríl sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýja stefnu um framkvæmd opinberrar birtingar á niðurstöðum í málum og athugunum, skv. 9. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Stefnan gengur undir nafninu Gagnsæisstefna Fjármálaeftirlitsins.

Nefnd lagaheimild er frá árinu 2009 og fyrsta gagnsæisstefna Fjármálaeftirlitsins var samþykkt þann 28. október 2009.

Að fenginni reynslu var ráðist í heildarendurskoðun á stefnunni. Stefnan tilgreinir nú hvaða niðurstöður verði að jafnaði birtar og fjallar með ítarlegum hætti um það mat sem Fjármálaeftirlitið framkvæmir þegar metið er hvort og með hvaða hætti eigi að birta niðurstöður í málum og athugunum. Í því sambandi er horft til þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins og ýmissa takmarkana á upplýsingarétti s.s. vegna einkahagsmuna, sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica