Fréttir


EBA gefur út aðferðafræði og sviðsmynd vegna álagsprófa banka 2014

29.4.2014

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er aðferðafræði og sviðsmynd í tengslum við álagspróf banka í löndum Evrópusambandsins árið 2014. Álagsprófið verður framkvæmt í framhaldi af viðamikilli útlánaskoðun (e. Asset Quality Review) sem nú er unnið að á vegum Evrópska seðlabankans í samstarfi við EBA.

Fjármálaeftirlitið hefur sem kunnugt er áheyrnaraðild að EBA og hefur náið fylgst með undirbúningi álagsprófsins. Hvorki Fjármálaeftirlitið né íslenskir bankar taka þó þátt í prófinu. Ástæðan er sú að þegar hafa verið framkvæmdar ítarlegar útlánaskoðanir hér á  landi í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 og álagspróf fyrir íslenska banka taka mið af annars konar aðstæðum en hið samevrópska álagspróf gerir ráð fyrir.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica