Fréttir


Nýjar reglur um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

11.4.2014

Stjórnartíðindi birtu í upphafi þessa mánaðar reglur nr. 322/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja og reglur nr. 323/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana. Reglur þessar má finna undir lög og tilmæli á vef Fjármálaeftirlitsins.

Reglurnar eru settar með heimild í lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, og lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013. Með reglunum er afmarkað með hvaða hætti varðveita skuli fjármuni sem rafeyrisfyrirtæki og greiðslustofnanir veita viðtöku, sem og hvaða fjárfestingar eru heimilar með þeim fjármunum.

 

 

 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica