Fréttir


Fréttir: 2014 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

27.3.2014 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér til umsagnar umræðuskjal nr. 4/2014 sem er drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu og starfssvið tryggingastærðfræðings hjá vátryggingafélögum. Tilmælin eru byggð á grunni leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga en gerðar eru á þeim nokkrar breytingar.

Lesa meira

21.3.2014 : Ný leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 19. mars 2014 var umræðuskjal nr. 3/2014 samþykkt og ákveðið að gefa það út sem leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila nr. 2/2014. Tilmælin taka gildi frá og með birtingu þeirra en á sama tíma falla leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2012 um sama efni úr gildi.

Lesa meira

19.3.2014 : Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies)

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé. Sýndarfé má lýsa sem tilbúnum stafrænum skiptimiðli (e. medium of exchange).

Lesa meira

18.3.2014 : Frétt fjarlægð af vef

Fjármálaeftirlitinu barst skömmu fyrir hádegi í gær, 17. mars, beiðni frá Ingólfi Guðmundssyni um að frétt á vef Fjármálaeftirlitsins frá 12. apríl 2011 sem bar yfirskriftina „Athugasemd við frétt Fréttablaðsins“ yrði fjarlægð af vef Fjármálaeftirlitsins. Ingólfur fór einnig fram á að Fjármálaeftirlitið birti afsökunarbeiðni vegna meiðandi umfjöllunar sem þar væri að finna. Lesa meira

10.3.2014 : Nýjar leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA)

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA) Lesa meira

6.3.2014 : Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um stórar áhættuskuldbindingar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar, sem settar eru á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Lesa meira

5.3.2014 : Alþjóðleg ráðstefna um lífeyrismál

Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða efndu ásamt Alþjóðasamtökum eftirlitsaðila lífeyrissjóða (IOPS) og Alþjóðasamtökum eftirlitsaðila vátryggingafélaga (IAIS) efndu til ráðstefnu þann 28. febrúar síðastliðinn undir yfirskriftinni  Regulatory and Supervisory Challenges for the Icelandic Pension Industry. Ráðstefnan fór fram í Súlnasal Radisson BLU Hótels Sögu. Dagskráin og kynningar eru hér fyrir neðan.

Lesa meira

25.2.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í þessu fyrsta blaði ársins eru þrjár greinar. Arnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur á greiningarsviði, skrifar greinina: Breytingar á eiginfjárreglum með samevrópsku regluverki – eiginfjáraukar og Páll Friðriksson, forstöðumaður verðbréfamarkaðseftirlits skrifar um þær breytingar sem eru framundan á verðbréfamarkaði. Enn fremur skrifar Stella Thors, sérfræðingur á upplýsingatæknisviði greinina: Eru tölvuský hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki á fjármálamarkaði?

Lesa meira

20.2.2014 : Umræðuskjöl um drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 1/2014 og nr. 2/2014. Umræðuskjölin innihalda annars vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og hins vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja.
Lesa meira

18.2.2014 : Nýjar reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar reglur nr. 165/2014 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Leysa þær af hólmi gildandi reglur um sama efni.  Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með því að fjármálasamsteypur fari að ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi. Lesa meira

13.2.2014 : Fjármálaeftirlitið undirbýr nýja útgáfu af skýrsluskilakerfi

Fjármálaeftirlitið undirbýr nú nýja útgáfu af skýrsluskilakerfi sínu, útgáfu 2.0. Næstu skref eru að hefja prófanir og verður ný útgáfa sett í prófunarumhverfið þann  17. febrúar næstkomandi. Lesa meira

12.2.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

12.2.2014 : Afturköllun starfsleyfis European Risk Insurance Company hf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC),  kt. 661103-2210, sem vátryggingafélag þar sem félagið fullnægir ekki ákvæðum laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, um gjaldþol og hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem vátryggingafélag, sbr. 1. mgr. 90. gr. sömu laga.
Lesa meira

6.2.2014 : Vegna frétta um stöðu European Risk Insurance Company (ERIC)

Vefmiðlar í Bretlandi hafa í morgun fjallað um stöðu European Risk Insurance Company (ERIC), en það er íslenskt vátryggingafélag sem stundar starfsemi erlendis, og sagt að félagið hafi hætt sölu nýtrygginga.
Lesa meira

22.1.2014 : Samruni Auðar Capital hf. og Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 17. janúar 2014 samruna Auðar Capital hf. og Virðingar hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Virðing hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Auðar Capital hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Virðingar hf.
Lesa meira

17.1.2014 : Túlkun – Skilgreining lögaðila sem aðilar fjárhagslega tengdir innherja

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkun sem ber yfirskriftina: Skilgreining lögaðila sem aðilar fjárhagslega tengdir innherja á vef sínum. Í túlkuninni er vakin athygli á skilgreiningu fjárhagslega tengdra aðila, nánar tiltekið lögaðila sem stjórnað er beint eða óbeint af innherja eða öðrum aðilum fjárhagslega tengdum innherja.
Lesa meira

14.1.2014 : Fjármálaeftirlitið og Lagastofnun í samstarf

Lagastofnun Háskóla Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa tekið upp samstarf í þeim tilgangi að efla rannsóknir á sviði fjármálaréttar. Lesa meira

6.1.2014 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 1230/2013 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 3. janúar 2014.
Lesa meira
Síða 5 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica