Fréttir


Fjármálaeftirlitið og Lagastofnun í samstarf

14.1.2014

Lagastofnun Háskóla Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa tekið upp samstarf í þeim tilgangi að efla rannsóknir á sviði fjármálaréttar.

Samkvæmt samningnum hefur Lagastofnun ráðið Arnald Hjartarson, lögfræðing og LL.M.,  í fullt starf sérfræðings til að sinna rannsóknum í fjármálarétti, þ.m.t. á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja og eftirlitsaðila. Auk þess er gert  ráð fyrir að haldin verði námskeið og fræðafundir fyrir starfsfólk Fjármálaeftirlitsins í tengslum við þau rannsóknaverkefni sem unnið verður að á hverjum tíma og ákveðin eru sameiginlega af samningsaðilum.

Samningurinn kveður á um styrk til Lagastofnunar um tæpar átta milljónir króna á ári í tvö ár eða í heild um 16 milljónir á samningstímanum. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, undirritaði samninginn af hálfu Fjármálaeftirlitsins en fyrir hönd háskólans Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar. Frá vinstri: Daði Már Kristófersson, Unnur Gunnarsdóttir og María Thejll Á myndinni eru frá vinstri: Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica