Fréttir


Nýjar reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

18.2.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar reglur nr. 165/2014 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Leysa þær af hólmi gildandi reglur um sama efni.  Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með því að fjármálasamsteypur fari að ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi.
Þörf hefur verið á að uppfæra eldri reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 920/2008 með hliðsjón af athugasemdum sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gerði við innleiðingu á tilskipun 2002/87/EB. Að auki var þörf á að breyta núgildandi reglum vegna innleiðingar á breytingatilskipun 2011/89/ESB sem hefur í för með sér viðbætur við tilskipun 2002/87/EB.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica