Fréttir


Umræðuskjöl um drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

20.2.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 1/2014 og nr. 2/2014. Umræðuskjölin innihalda annars vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og hins vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja.

Fjármálaeftirlitið hefur einnig sent dreifibréf til viðeigandi aðila þar sem þeim er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Þá eru skjölin birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

Umsagnareyðublað má nálgast á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins með því að velja „Lög og tilmæli"-flipann á forsíðu og velja svo flokkinn „Umræðuskjöl“. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica