Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Straumssjóðum starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

28.7.2014

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumssjóðum hf. kt. 430713-0940, Borgartúni 25, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straumssjóða hf. tekur til 7.tl.  1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Straumssjóðir hafa heimild til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica