Fréttir


Opið fyrir móttöku XBRL gagna í prófunarumhverfi

26.6.2014

Fjármálaeftirlitið getur nú tekið við sannprófuðum XBRL gögnum í prófunarumhverfi. Öll skil fara í gegnum vefþjónustu skýrsluskilakerfis FME. Nánari upplýsingar um skil á XBRL gögnum er að finna á þjónustugátt FME og eru skilaaðilar hvattir til að skoða síðuna. Vakin er athygli á útfærslu á auðkennum skilaaðila sem útskýrð er á síðunni.

Skilaaðilar fá upplýsingar í tölvupósti um hvort gögnunum hafi verið veitt móttaka eða þeim hafnað. Ef móttöku er hafnað verða engar upplýsingar veittar um mögulegar villur eins og kerfið er núna. Stefnt er að því að bæta úr þessu í næstu útfærslu þess. Vert er að benda á að sannprófun tekur 4 til 5 mínútur fyrir minni XBRL gögn (<1mb) en hún gæti tekið lengri tíma fyrir stærri skjöl. Að lokinni sannprófun fá skilaaðilar svar í tölvupósti á netfang þess notanda sem er skráður inn.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast sendið þær á crd_iv@fme.is

 

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica