Fréttir


Fréttir: 2009 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

16.4.2009 : Niðurstöður verðmats nýju bankanna

Deloitte LLP hefur lokið bráðabirgðaverðmati þeirra eigna sem fluttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Samhliða vinnslu verðmatsins hefur Oliver Wyman yfirfarið framkvæmd þess fyrir hvern banka. Fyrirtækin vinna nú að lokafrágangi matsins. Þess er vænst að fullnaðarútgáfa þess liggi fyrir í næstu viku. Lesa meira

8.4.2009 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Sparisjóðabanka Íslands hf.

Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðabanka Íslands hf. og ráðstafa tilteknum eignum og skuldum bankans til annarra aðila. Lesa meira

8.4.2009 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Spron hf.

Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Spron hf. og skipa skilanefnd fyrir bankann. Skilanefnd bankans tók ákvörðun um að loka útibúum bankans þann dag. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Spron hf. Lesa meira

8.4.2009 : Umræðuskjöl CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum CEIOPS sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB vegna nánari útfærslu á nýrri tilskipun um vátryggingastarfsemi (svokallaðri Solvency II tilskipun) sem væntanlega verður samþykkt á Evrópuþinginu í vor. Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar. Lesa meira

7.4.2009 : Staða vátryggingafélaga í kjölfar falls bankanna

Undanfarnar vikur hefur farið fram á vettvangi fjölmiðla nokkur umræða um stöðu vátryggingafélaga. Borið hefur á því að settar hafa verið fram fullyrðingar sem bera með sér misskilning á sérkennum vátryggingastarfseminnar. Í þessari stuttu grein verður reynt að leiðrétta þennan misskilning með því að svara á almennan hátt tveimur af þeim spurningum sem varpað hefur verið fram.

Lesa meira

6.4.2009 : Lækkun á lágmarksverði í yfirtökutilboði BBR ehf. til hluthafa Exista hf.

Þann 6. janúar sl. barst Fjármálaeftirlitinu beiðni um að beita heimild samkvæmt 8. mgr. 103. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.), og lækka lágmarks verð í yfirtökutilboði BBR ehf. í Exista hf. úr kr. 4,62 per hlut niður í kr. 0,02 per hlut (þ.e. verðið sem BBR ehf. greiddi fyrir hvern hlut í hlutafjárhækkun Exista hf. 8. desember 2008), vegna sérstakra kringumstæðna.

Lesa meira

3.4.2009 : Rannsóknir á brotum á þagnarskyldu

Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á hugsanlegum brotum tiltekinna fréttamanna á ákvæðum um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki, hafa eðlilega vakið mikla athygli. Hér vegast á mikilsverð grundvallarréttindi þar sem annars vegar er réttur almennings á sem mestum upplýsingum um þau miklu áföll sem við höfum orðið fyrir undanfarna mánuði og hins vegar Stjórnarskrárvarinn réttur á friðhelgi einkalífs. Lesa meira

3.4.2009 : Gunnar Þ. Andersen ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Gunnar Þ. Andersen hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Gunnar hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2006, fyrst sem forstöðumaður eftirlits en nú síðast sem framkvæmdastjóri Þróunar- og greiningarsviðs og staðgengill forstjóra. Lesa meira

2.4.2009 : Leiðbeinandi tilmæli um skýrslur tryggingastærðfræðinga

Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2009 um skýrslur tryggingastærðfræðinga líftryggingafélaga til Fjármálaeftirlitsins eru nú komin á vef Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

30.3.2009 : Helstu niðurstöður skýrslu um reglur og framkvæmd á eftirliti með bönkunum

Finnski bankasérfræðingurinn, Kaarlo Jännäri, hefur skilað skýrslu um reglur og framkvæmd á eftirliti með fjármálafyrirtækjum (hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu), en skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lesa meira

30.3.2009 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf.

Þann 9. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. og skipa skilanefnd fyrir bankann. Skilanefnd bankans tók ákvörðun um að loka bankanum þann dag. Lesa meira

24.3.2009 : Ábendingar og Gjallarhornið

Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti. Fjármálaeftirlitinu hafa á undanförnum mánuðum borist fjölmargar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöllur að frekari rannsóknum. Lesa meira

24.3.2009 : GAM Management hf. fær starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur þann 23. mars 2009 veitt GAM Management hf., kt. 530608-0690, Skipholti 50d, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 2. - 3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.3.2009 : Frestun innlausna í verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum Rekstrarfélags SPRON hf.

Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars sl. vegna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), hefur Fjármálaeftirlitið með vísan til 3. mgr. 27. gr. og 3. mgr. 53. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf. Lesa meira

21.3.2009 : Endurskipulagning stjórnvalda á sparisjóðakerfinu

Stjórnvöld hafa í dag kynnt áform um endurskipulagningu sparisjóðakerfisins í landinu.

Lesa meira

20.3.2009 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða versnar

Vegna áfalla á fjármálamörkuðum sl. haust ákvað Fjármálaeftirlitið að flýta skýrsluskilum á tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Skiladagur var ákveðinn 1. mars fyrir sjóði án ábyrgðar og 1. apríl fyrir sjóði með ábyrgð launagreiðenda. Fyrrnefndir sjóðir hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna 31/12/2008.

Lesa meira

19.3.2009 : Fjármálaeftirlitið frestar yfirfærslu innlána Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að fresta yfirfærslu innlána Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða. Um er að ræða flókið verkefni sem er tímafrekara en ætlað var. Af þeim sökum er nauðsynlegt að veita rýmri tímafrest til að ljúka yfirfærslu innlána og útgáfu skulda- og tryggingarskjala.

Lesa meira

18.3.2009 : Tilkynning vegna rannsóknar á lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið hefur vísað til sérstaks saksóknara rannsókn á meintum brotum fimm lífeyrissjóða, sem eru í rekstri og eignastýringu hjá Landsbankanum, á 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Lesa meira

17.3.2009 : Ákvörðun um ráðstöfun innlána Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun skuldbindinga Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. á Íslandi vegna innlána í höfuðstöðvum bankans á Íslandi. Innstæður munu flytjast yfir til Íslandsbanka hf. miðað við stöðu og áunna vexti á yfirtökudegi með ákveðnum takmörkunum tilgreindum í ákvörðuninni.

Lesa meira

16.3.2009 : Fjármálaeftirlitið og sérstakur saksóknari setja sér samskiptareglur

Sérstakur saksóknari og settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu 13. mars sl. verklagsreglur til grundvallar samstarfi sínu. Reglurnar hafa það markmið að greiða fyrir upplýsingaflæði milli aðila, stuðla að auknum skilningi á verkaskiptingu aðila og koma í veg fyrir að mál verði rannsökuð samtímis á fleiri en einum stað.

Lesa meira
Síða 4 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica