Fréttir


Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Sparisjóðabanka Íslands hf.

8.4.2009

Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðabanka Íslands hf. og ráðstafa tilteknum eignum og skuldum bankans til annarra aðila. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Sparisjóðabanki Íslands hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust. Samkvæmt 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 hefur vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Sparisjóðabanka Íslands hf. sem ekki hafa fengið greiddar innstæður sínar, í samræmi við ákvæði laganna.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tryggingarsjóðs (http://www.tryggingarsjodur.is).
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica