Fréttir


Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða versnar

20.3.2009

Vegna áfalla á fjármálamörkuðum sl. haust ákvað Fjármálaeftirlitið að flýta skýrsluskilum á tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Skiladagur var ákveðinn 1. mars fyrir sjóði án ábyrgðar og 1. apríl fyrir sjóði með ábyrgð launagreiðenda. Fyrrnefndir sjóðir hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna 31/12/2008. Bráðabirgða niðurstöður sýna að staðan hefur versnað verulega frá árinu áður og er aðeins 1 sjóður með jákvæða tryggingafræðilega stöðu samanborið við 20 sjóði við árslok 2007. Að auki er 1 sjóður með tryggingafræðilega stöðu í jafnvægi.  Um síðustu áramót tóku gildi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem m.a. fólu í sér tímabundna breytingu á að ekki  væri nauðsynlegt að skerða réttindi við neikvæða tryggingafræðilega stöðu ef hún væri innan við 15% en áður var viðmiðið -10%. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þurfa væntanlega 5 sjóðir að skerða réttindi sjóðfélaga.

Samkvæmt niðurstöðum innsendra skýrslna sýna allir áðurnefndir sjóðir neikvæða raunávöxtun fyrir árið 2008 en þó mismunandi eftir sjóðum. Vegið meðaltal neikvæðrar raunávöxtunar er nálægt -21,5%.

Myndin sýnir tryggingafræðilega stöðu og raunávöxtun lífeyrissjóða sem eru án ábyrgðar launagreiðanda árið 2008.

Frett.20.03.2009.Mynd

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is , s. 525 2700 eða gsm 840 3861.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica