Fréttir


Frestun innlausna í verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum Rekstrarfélags SPRON hf.

22.3.2009

Vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars sl. vegna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), hefur Fjármálaeftirlitið með vísan til 3. mgr. 27. gr. og 3. mgr. 53. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði ákveðið að fresta tímabundið innlausnum allra verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags SPRON hf.
Frestun innlausna tekur gildi kl. 09.00 mánudaginn 23. mars 2009.


Ákvörðunin er tekin með hagsmuni og jafnræði eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi. Ákvörðun varðandi áframhaldandi rekstur sjóðanna verður hraðað eins og kostur er og verða nánari upplýsingar þess efnis birtar við fyrsta tækifæri.


Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s. 525-2700 eða gsm: 840-3861.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica