Fréttir


Fréttir: 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

18.9.2013 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja 2012

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2012 hjá fjármálafyrirtækjum ásamt ýmsum samandregnum upplýsingum um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða auk verðbréfa- og fjárfestingasjóða.
Lesa meira

12.9.2013 : Tilkynning vegna umfjöllunar um Dróma hf. í fréttum RÚV

Í fréttatíma RÚV fyrr í dag og á heimasíðunni www.ruv.is var frá því greint að starfsleyfi Dróma hf. yrði ekki framlengt. Af því tilefni telur Fjármálaeftirlitið rétt að upplýsa að Drómi hf. er ekki með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu en um er að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt er af slitastjórn SPRON.
Lesa meira

29.8.2013 : Svar við opnu bréfi til Fjármálaeftirlitsins

Þann 22. ágúst sl. birtist í Morgunblaðinu opið bréf til Fjármálaeftirlitsins varðandi viðskiptahætti Lýsingar hf. og var þar fjölda spurninga beint til eftirlitsins.
Lesa meira

28.8.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

27.8.2013 : Ábendingar frá Fjármálaeftirlitinu varðandi framkvæmd hlutafjárútboða

Fjármálaeftirlitið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum vegna þátttöku fjárfesta í útboðum og ábyrgðar útgefenda vegna birtinga upplýsinga um niðurstöður útboða.
Lesa meira

22.8.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:
Lesa meira

20.8.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak af  Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Eru fjárfestingarsjóðir að rétta úr kútnum? eftir Kristján Andrésson, sérfræðing í fjárhagslegu eftirliti. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á eftirlitssviði um CRD IV og fleiri lagabreytingar á evrópskum fjármálamarkaði í nálægri framtíð. Að lokum fjallar Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur í áhættugreiningu um evrópsku eftirlitsstofnanirnar og aðkomu Íslands. Lesa meira

23.7.2013 : Endurgreiðsla umframeftirlitsgjalds

Fjármálaeftirlitið innheimti umframeftirlitsgjald hjá 22 lánastofnunum í lok árs 2010 vegna vinnu við greiningar á áhrifum gengistryggðra lána á stöðu viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrirtækja. Lesa meira

16.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sem birtar voru í b-deild Stjórnartíðinda þann 15. júlí 2013.
Lesa meira

12.7.2013 : Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Þann 8. júlí sl. kvað héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu þar sem stofnunin var sýknuð af kröfu um að ákvörðun er varðaði skyldu Stapa til að hafa samning um rekstur upplýsingakerfa við hýsingaraðila þannig úr garði gerðan, að hann uppfyllti leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2005, um rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila, yrði felld úr gildi. Krafa Stapa náði einnig til þess að ákvörðun um dagsektir sem FME hafði lagt á, í þeim tilgangi að knýja fram umræddar úrbætur, yrði felld úr gildi.   Dóm héraðsdóms má nálgast hér

Lesa meira

12.7.2013 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 625/2013 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Reglurnar voru samþykktar af stjórn FME 10. júní sl. og birtust í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 4. júlí. Jafnframt falla úr gildi reglur nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum.

Lesa meira

10.7.2013 : Fjármálaeftirlitið birtir ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012

Fjármálaeftirlitið hefur birt yfirlit sitt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Lífeyriskerfið er öflugt en þó eru veikleikar til staðar. Lífeyrissjóðirnir eru stórir í efnahagslegu tilliti en umtalsverður halli er enn á tryggingafræðilegri stöðu þeirra. Til að draga megi úr halla í lífeyriskerfinu þyrfti að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyrisaldur, eins og komið hefur til tals og verið er að gera í mörgum af okkar nágrannalöndum. Þá hefur, fram að þessu, tekjutenging lífeyrisréttinda og almannatrygginga dregið úr vilja til lífeyrissparnaðar. Gjaldeyrishöft takmarka enn fjárfestingamöguleika lífeyrissjóðanna og möguleika þeirra til áhættudreifingar.

Lesa meira

9.7.2013 : Samruni Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses.  (áður Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis)

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 4. júlí 2013 samruna Sparisjóðs Svarfdæla við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Lesa meira

28.6.2013 : Skýrslur um góða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði í umsagnarferli

EIOPA (Evrópska  eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði) óskar eftir umsögnum um tvær skýrslur sem stofnunin hefur gefið út um viðskiptahætti á vátryggingamarkaði.
Lesa meira

28.6.2013 : Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á vistvænan og hagkvæman ferðamáta

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út samgöngustefnu. Markmið hennar er að sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að því að starfsmenn noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Lesa meira

24.6.2013 : Dreifibréf um reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja

Hinn 23. apríl síðastliðinn hélt Fjármálaeftirlitið fræðslufund fyrir stjórnvöld. Þar voru reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja til umfjöllunar ásamt leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið stjórnvöldum dreifibréf þar sem tekið var á helstu atriðum viðvíkjandi stjórnvöld og reglurnar. Dreifibréfið  má finna hér.
Lesa meira

24.6.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Umsýslufélagið Verðandi ehf. og Hinrik Bergs hæf til að fara með virkan eignarhlut í T-plús hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Umsýslufélagið Verðandi ehf., kt.471209-0230 og Hinrik Bergs, kt. 140487-6009, séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í T-plús hf. sem nemur 50%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Lesa meira

14.6.2013 : Starf skjalastjóra laust til umsóknar

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum skjalastjóra til að leiða uppbyggingu og þróun skjalamála og stýra teymi í skjala- og ritaraþjónustu.  Auglýsingu um starfið má sjá hér. Lesa meira

14.6.2013 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 555/2013 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 13. júní 2013 sem má nálgast hér.
Lesa meira

14.6.2013 : Hilmar Hansson hæfur til að fara með virkan eignarhlut í ARM Verðbréfum hf.

Hinn 7. júní sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Hilmar Hansson væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur allt að 50% í ARM Verðbréfum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira
Síða 2 af 5


Þetta vefsvæði byggir á Eplica