Fréttir


Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á vistvænan og hagkvæman ferðamáta

28.6.2013

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út samgöngustefnu. Markmið hennar er að sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að því að starfsmenn noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta.
Liður í samgöngustefnunni er að Fjármálaeftirlitið gerir samgöngusamning við þá starfsmenn sem ferðast með vistvænum hætti í að jafnaði 60% tilvika eða þrjá daga í viku. Starfsmenn sem sækja fundi utan vinnustaðarins eru enn fremur hvattir til að nota almenningssamgöngur, ganga eða sameinast um ökutæki ef þess er nokkur kostur. Starfsmenn sem hafa skrifað undir samgöngusamning geti keypt strætókort á hagstæðari kjörum í samræmi við samning Fjármálaeftirlitsins við Strætó.

Nú þegar hafa um 20 starfsmenn undirritað samgöngusamning en það eru um 18% starfsmanna Fjármálaeftirlitsins.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica