Fréttir


Tilkynning vegna umfjöllunar um Dróma hf. í fréttum RÚV

12.9.2013

Í fréttatíma RÚV fyrr í dag og á heimasíðunni www.ruv.is var frá því greint að starfsleyfi Dróma hf. yrði ekki framlengt. Af því tilefni telur Fjármálaeftirlitið rétt að upplýsa að Drómi hf. er ekki með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu en um er að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt er af slitastjórn SPRON.
Slitastjórnir eru skipaðar af héraðsdómi skv. ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hlutverk þeirra er að ráðstafa hagsmunum fjármálafyrirtækis eftir sömu reglum og gilda um bústjórn skiptastjóra við gjaldþrotaskipti með þeim frávikum sem leiðir af ákvæðum laganna.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica