Fréttir


Fréttir

Fyrirsagnalisti

20.12.2019 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Undanfarið hefur hægt mjög á uppbyggingu sveiflutengdrar kerfisáhættu. Þó eru ekki merki um að sveiflutengd kerfisáhætta hafi dvínað. Með vísan til tilmæla fjármálastöðugleikaráðs frá 17. desember 2019 tilkynnti Fjármálaeftirlitið í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka. 

Lesa meira

20.12.2019 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 6/2019 sem inniheldur drög að uppfærðum viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis (SREP) hjá fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið hefur einnig sent dreifibréf til fjármálafyrirtækja þar sem þeim er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Óskað er eftir því að athugasemdir umsagnaraðila berist eftirlitinu eigi síðar en 7. janúar næstkomandi.

Lesa meira

20.12.2019 : Umræðuskjal IOSCO í tilefni af fyrirhugaðri útgáfu á skýrslu um hagsmunaárekstra og hlítingaráhættu

Alþjóðasamtök verðbréfaeftirlita, IOSCO, hafa birt umræðuskjal vegna fyrirhugaðrar útgáfu á skýrslu um hagsmunaárekstra og hlítingaráhættu sem fylgir fjármögnun með útgáfu skuldabréfa með aðkomu milligönguaðila, s.s. verðbréfafyrirtækja. IOSCO býður aðilum að senda umsagnir um efni skjalsins til og með 16. febrúar 2020. 

Lesa meira

17.12.2019 : Uppreiknaðar evrufjárhæðir laga nr. 100/2016

Fjármálaeftirlitið hefur uppreiknað evrufjárhæðir laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi í samræmi við fyrirmæli laganna. Eftirfarandi eru uppreiknaðar viðmiðunarfjárhæðir laganna í íslenskum krónum sem gilda fyrir árið 2020.

Lesa meira

16.12.2019 : Jólahefti Fjármála, rits Fjármálaeftirlitsins er komið út

Jólahefti Fjármála, rits Fjármálaeftirlitsins er komin út. Í blaðinu er meðal annars að finna greinarnar: Hugleiðingar um kostnað og kröfur til lífeyrissjóða, Af eignum (og skuldum) lífeyrissjóða, Athugun á fjárfestingarkostum fyrir almenna fjárfesta á Íslandi og Heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt.

Lesa meira

12.12.2019 : Tilkynning um endurútgefið starfsleyfi Íslenskra verðbréfa hf.

Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, hafa afsalað sér heimildum félagsins til: 

  • sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga, sbr. f-lið 1. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki,
  • veitingar lánsheimilda, ábyrgða eða lána til fjárfestis þannig að hann geti átt viðskipti með einn eða fleiri fjármálagerninga ef verðbréfafyrirtæki sem veitir lánsheimildina eða lánið annast viðskiptin, sbr. b-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki, og
  • þjónustu í tengslum við sölutryggingu, sbr. d-lið 2. töluliðs 1. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Lesa meira

10.12.2019 : Lokað kl. 14 vegna veðurs

Vegna veðurs verður Fjármálaeftirlitið lokað frá og með kl. 14.00 í dag. 

Lesa meira

10.12.2019 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Ageas Insurance Limited til RiverStone Insurance (UK) Limited. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 2. desember 2019 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

5.12.2019 : Ný gögn um íslenska banka í evrópskum samanburði

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (European Banking Authority, EBA) hefur birt í sjötta sinn upplýsingar um rekstur og efnahag 131 banka á Evrópska efnahagssvæðinu. Birtar eru upplýsingar um hvern og einn banka. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru í annað sinn með í þessum samanburði.

Lesa meira

2.12.2019 : Lífeyrissparnaður nam rúmlega 5.000 milljörðum kr. við lok þriðja ársfjórðungs 2019

Fjármálaeftirlitið hefur birt upplýsingar um heildareignir samtryggingar- og séreignarsparnaðar lífeyrissjóða og sundurliðun þeirra miðað við lok þriðja ársfjórðungs 2019 ásamt sambærilegum gögnum er ná aftur til þriðja ársfjórðungs 2017. Hér er einnig stutt samantekt þeirra upplýsinga sem þar er að finna.

Lesa meira

2.12.2019 : Gagnatöflur vátryggingafélaga - þriðji ársfjórðungur 2019

Fjármálaeftirlitið hefur birt gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi fyrir þriðja ársfjórðung 2019. Gagnatöflurnar byggja á ársfjórðungslegum gagnaskilum vátryggingafélaga á móðurfélagsgrunni. Hér er einnig samantekt um þróun helstu stærða úr rekstri skaðatryggingafélaga og líftryggingafélaga á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Lesa meira

22.11.2019 : Kynning á nýrri löggjöf á vátryggingamarkaði

Fjármálaeftirlitið efndi nýlega til kynningar á nýrri löggjöf á vátryggingamarkaði fyrir aðila sem þar starfa.

Lesa meira

29.10.2019 : Glærur frá morgunverðarfundi um ábyrgar fjárfestingar

Fjármálaeftirlitið hélt morgunverðarfund um ábyrgar fjárfestingar þann 24. október síðastliðinn. Glærurnar frá fundinum  eru nú aðgengilegar á vef Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

18.10.2019 : Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birtir umræðuskjal vegna breytingartillagna á Solvency II tilskipuninni

Þann 15. október sl. sendi EIOPA frá sér fréttatilkynningu vegna umræðuskjals með breytingartillögum stofnunarinnar á Solvency II tilskipuninni Consultation Paper on the Opinion on the 2020 review of Solvency II. Hagsmunaaðilum er bent á að koma má á framfæri athugasemdum fyrir 15. janúar 2020 sbr. meðfylgjandi fréttatilkynningu.

Lesa meira

17.10.2019 : Sterkri auðkenningu vegna PSD2 framfylgt í Evrópu eftir 31. desember 2020

Evrópska bankaeftirlitið (EBA) hefur birt álit varðandi lokafrest sem greiðsluþjónustuveitendur í Evrópu hafa til að koma upp sterkri auðkenningu (e. strong customer authentication – SCA) í tengslum við framkvæmd greiðslna. Lokafrestur er gefinn til 31. desember 2020. Krafan um sterka auðkenningu öðlaðist lagalega séð gildi í Evrópu 14. september sl. en með þessu áliti EBA er eftirlitsstjórnvöldum veitt svigrúm til framfylgja ekki kröfunni fyrr en eftir 31. desember 2020. Þessi undanþága nær sérstaklega til kortagreiðslna. Það er skilyrði að greiðsluþjónustuveitendur sem beita henni hafi tiltæka áætlun um á hvaða tíma auðkenningaraðferðir sem ekki teljast sterkar verða aflagðar og aðrar aðferðir teknar upp (e. migration plan). Í álitinu felst m.a. tímasett aðgerðaáætlun um þau skref sem eftirlitsstjórnvöld eiga að stíga fram til 31. desember 2020 með tilliti til þeirra greiðsluþjónustuveitenda sem svigrúmið nær til. Áætlunin er í átta skrefum. Felur hvert skref í sér áfanga sem þarf að vera lokið fyrir enda hvers ársfjórðungs fram til 31. desember 2020.

Lesa meira

14.10.2019 : Morgunverðarfundur um ábyrgar fjárfestingar

Fjármálaeftirlitið efnir til fjórða morgunverðarfundarins á árinu í tilefni 20 ára afmælis stofnunarinnar þann 24. október næstkomandi í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Að þessu sinni er fjallað um ábyrgar fjárfestingar. Framsögumenn eru Eleni Choidas, forstöðumaður evrópskra stefnumála hjá ShareAction samtökunum sem hvetja fyrirtæki til ábyrgra fjárfestinga, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Boðið verður upp á fyrirspurnir og stuttar umræður að erindum loknum.

Lesa meira

8.10.2019 : Fjármálaeftirlitið óskar eftir umsögnum um skilgreiningu á virkum markaði með hlutabréf

Sem lið í undirbúningi fyrir gildistöku MiFID II og MiFIR, sem er heildarlöggjöf fyrir viðskipti með fjármálagerninga, óskar Fjármálaeftirlitið eftir umsögnum um sérstaka heimild sem leyfir eftirlitsstjórnvöldum að velja hlutabréf allt að fimm skráðra félaga á sínum markaði til að fylgja sömu reglum og gilda um hlutabréf sem teljast hafa virkan markað óháð því hvort viðkomandi bréf uppfylla öll nauðsynleg skilyrði þar að lútandi. Í gær sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til valinna hagsmunaaðila en vill jafnframt gefa almenningi kost á að koma á framfæri sjónarmiðum um notkun á fyrrgreindri heimild. Hér fyrir neðan má nálgast umrætt dreifibréf þar sem finna má ítarlegri upplýsingar um málið.

Lesa meira

7.10.2019 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Assured Guaranty (Europe) plc til Assured Guaranty (Europe) SA. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 2. október 2019 frá breska fjármálaeftirlitinu, Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

3.10.2019 : Fjármálaeftirlitið og fagfjárfestasjóðir

 Vegna umfjöllunar um fagfjárfestasjóði vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri. 

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með fagfjárfestasjóðum á grundvelli IV. kafla laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. 

Lesa meira

1.10.2019 : Viðvörun frá ESRB um veikleika á húsnæðismarkaði á Íslandi

Í tengslum við athugun Evrópska kerfisáhætturáðsins (ESRB) á veikleikum á íbúðarhúsnæðismarkaði til meðallangs tíma hefur ráðið sent viðvaranir til fimm Evrópulanda og ábendingar til sex Evrópulanda. Ísland er eitt þeirra landa sem fengið hefur slíka viðvörun, ásamt Frakklandi, Noregi, Tékklandi og Þýskalandi.  

Lesa meira
Síða 1 af 50






Þetta vefsvæði byggir á Eplica