Fréttir


Fréttir: 2015 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

18.5.2015 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal með drögum að reglum um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2015. Skjalið inniheldur drög að reglum um ársreikninga verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða. Jafnframt hefur verið sent út dreifibréf þar sem viðtakendum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Skjölin eru birt á vefsíðu eftirlitsins, http://www.fme.is/log-og-tilmaeli/umraeduskjol/. Lesa meira

5.5.2015 : Sameiginleg yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands vegna birtingar á trúnaðarupplýsingum í ritinu Fjármálastöðugleiki

Í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gaf út hinn 22. apríl 2015, birtust upplýsingar um ársreikning Sparisjóðs Norðurlands fyrir árið 2014 sem ekki voru orðnar opinberar. Við útgáfu ritsins er þeirri reglu fylgt að upplýsingar er varða einstaka aðila séu einungis birtar hafi þær þegar verið gerðar opinberar eða leyfi fengist fyrir birtingunni hjá viðkomandi aðila. Birting upplýsinganna voru því mistök sem  stofnanirnar harma, enda leggja þær ríka áherslu á vandaða meðferð gagna frá eftirlitsskyldum aðilum sem stofnanirnar hafa fengið afhentar í trúnaði. Til þess að fyrirbyggja að slík mistök eigi sér stað í framtíðinni munu stofnanirnar í sameiningu fara yfir og gera viðeigandi endurbætur á verkferlum.

Lesa meira

22.4.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Fossa Finance ehf., H3 ehf. og Kormák Invest ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Fossum mörkuðum hf. (áður ARM Verðbréf hf.)

Hinn 16. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að félögin Fossar Finance ehf., H3 ehf. og Kormákur Invest ehf. séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í verðbréfamiðluninni Fossum mörkuðum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

22.4.2015 : Breyting á félagaformi Sparisjóðs Norðfjarðar ses.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 16. apríl 2015 samruna Sparisjóðs Norðfjarðar ses. við Sparisjóð Austurlands hf. en með samrunanum var rekstrarformi Sparisjóðs Norðfjarðar ses. breytt úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag samkvæmt  73. gr., sbr. 3. mgr. 72. gr. og 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

21.4.2015 : Vefritið Fjármál komið út

Fjármál, vefrit Fjármálaeftirlitsins, er komið út og er þetta fyrsta tölublað ársins.  Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins en þetta er fjórða árið sem blaðið er gefið út.

Lesa meira

21.4.2015 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2015 um starfsemi vísitölusjóða og kauphallarsjóða. Tilmælin varða fyrst og fremst upplýsingagjöf vegna starfsemi slíkra sjóða og er ætlað að stuðla að því að þeir veiti fjárfestum upplýsingar í samræmi við bestu framkvæmd eins og hún hefur verið afmörkuð í viðmiðunarreglum (e. guidelines) Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlitsins, ESMA/2014/937.

Lesa meira

17.4.2015 : Reglur um ársreikninga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um ársreikninga lífeyrissjóða, nr. 335/2015, en samkvæmt 5. mgr. 40. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 129/1997, setur Fjármálaeftirlitið reglur um uppsetningu ársreiknings, innihald einstakra liða efnahagsreiknings, yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris, sjóðstreymi, skýringar og mat á einstökum liðum. Eldri reglur, nr. 55/2000, höfðu ekki verið uppfærðar um nokkra hríð, jafnvel þótt gerðar hafa verið breytingar á lögum um ársreikninga frá því þær voru settar.

Lesa meira

16.4.2015 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn þriðjudaginn 14. apríl í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Lesa meira

15.4.2015 : Kynningarfundur um nýlega innleitt verklag við gagnaskil

Fjármálaeftirlitið bauð eftirlitsskyldum aðilum á lánamarkaði og vátryggingamarkaði fyrir nokkru til kynningarfundar um nýlega innleitt verklag við gagnaskil hjá Fjármálaeftirlitinu og endurskoðun á gagnasöfnun þess með hliðsjón af kröfum CRD IV og Solvency II

Lesa meira

15.4.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

14.4.2015 : ESMA vinnur að miðlægum lausnum vegna MiFIR og EMIR

Þann 1. apríl síðastliðin tilkynnti Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) um að stofnunin ynni nú að miðlægum lausnum vegna ákvæða í reglugerð ESB nr. 600/2014 (Markets in Financial Instruments Regulation, MiFIR) og reglugerð ESB nr. 596/2014 (Market Abuse Regulation, MAR) um gagnasöfnun og ákvæða í reglugerð ESB nr. 648/2012 (European Market Infrastructure Regulation, EMIR) um aðgengi að gögnum frá afleiðuviðskiptaskrám.

Lesa meira

13.4.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

9.4.2015 : Enginn neytendasími í dag

Vegna verkfalls verður enginn neytendasími opinn í dag hjá Fjármálaeftirlitinu. Vinsamlegast beinið því fyrirspurnum á fme@fme.is.

Neytendasíminn verður næst opinn næstkomandi þriðjudag á milli tíu og ellefu.

Lesa meira

1.4.2015 : EIOPA birtir tækniráðgjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 26. mars sl. tækniráðgjöf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tengslum við fjármögnunar- og viðreisnaráætlanir (e. finance scheme and recovery plan) og úrræði eftirlitsstjórnvalda við versnandi fjárhagsstöðu vátryggingafélaga eftir gildistöku Solvency II.

Lesa meira

29.3.2015 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vegna Sparisjóðs Vestmannaeyja

Á grundvelli heimildar í VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins á fundi sínum í dag tekið ákvörðun sem felur í sér samruna án skuldaskila þannig að Sparisjóður Vestmannaeyja ses. er sameinaður Landsbankanum hf. með yfirtöku eigna og skulda og sparisjóðnum slitið.

Lesa meira

25.3.2015 : Hvers vegna fjármálaeftirlit? – efni frá ráðstefnu

Fjármálaeftirlitið efndi til ráðstefnu hinn 23. mars síðastliðinn í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið undir yfirskriftinni: Hvers vegna fjármálaeftirlit?

Lesa meira

25.3.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

Lesa meira

24.3.2015 : Frestur til athugasemda lengdur

Frestur til athugasemda við drög að leiðbeinandi tilmælum um bestu framkvæmd við gerð og form álagsprófa fjármálafyrirtækja hefur verið framlengdur til 10. apríl næstkomandi. 

Lesa meira

20.3.2015 : Af vettvangi Evrópusambandsins og EIOPA

Fjármálaeftirlitið sendi 13. mars sl. dreifibréf til vátryggingafélaga sem falla munu undir Solvency II tilskipunina þar sem vakin er athygli á nýjustu þróun á vettvangi Evrópusambandsins og EIOPA. Dreifibréfið má sjá hér.

Lesa meira

19.3.2015 : Fjármálaeftirlitið fylgist grannt með málum er varða úrlausn ágreiningsmála um gengislán

Í tilefni af fjölmiðlaumræðu í kjölfar nýlegra niðurstaðna í gengislánamálum vekur Fjármálaeftirlitið athygli á því að eftirlitið fylgist  grannt með málum er varða úrlausn ágreiningsmála um gengislán, þ. á m. nýjustu dómsúrlausnum. Fjármálaeftirlitið er bundið þagnarskyldu um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila skv. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Hins vegar getur Fjármálaeftirlitið upplýst að það hefur undanfarið átt samskipti við þau fjármálafyrirtæki sem hlut eiga að máli og bregst við þróun mála í þeim mæli sem lög leyfa og tilefni er til.

Lesa meira
Síða 4 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica